Afturköllun ESB- umsóknar er þverpólitísk

AllirLitirIHusinu

Varla hefði mig grunað áður að ég dimmblár kappinn settist sjálfviljugur með eldrauðum pólitíkusum í stjórn félags, nema þá kannski í andans málum. En afturköllun ESB- umsóknarinnar er slíkt þjóðþrifamál og er í eðli sínu þverpólitískt, að þörf er á virkum krafti fólks allra flokka til þess að koma þessu frá strax. Jafnvel fimmtán prósentin af Samfylkingunni gæti verið sammála okkur með það. 

Ekki ég

Oft er það svo með þörf og sjálfsögð mál, að langflestir eru sammála um hvað gera þurfi, en nenna helst ekki að standa í því sjálfir. Heimssýn er félag þar sem drífandi fólk kemur saman um það að bægja þessum vandræðum frá þjóðinni, helst með upplýstri umræðu og fræðslu. Vonast er eftir þáttöku sem flestra við það að leggja málefninu lið. En best væri ef þingið myndi bara drífa í þessu. Vissulega er mótbyrinn erfiður, þar sem úr fölskum gnægðarhornum ESB flæðir áróðursfé eins og bjór í október. Látum Hannes Hafstein tvítugan fá orðið:

Ég vildi óska’ að það yrði nú regn

eða þá bylur á Kaldadal,

og ærlegur kaldsvali okkur í gegn

ofan úr háreistum fjallasal. 

 

 Við erum sammála: ESB- umsóknina verður að afturkalla strax. 


mbl.is Jón Bjarnason kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gott að þú Ívar Pálsson skulir hafa verið kjörinn í stjórn Heimssýnar í kvöld.

Málefnalegar greinar þínar hér á mbl.is hafa verið mjög sterkar og rökfastar gegn ESB aðild og verið vel lesnar af fjölda fólks. - NEI við ESB !

Gunnlaugur I., 10.10.2014 kl. 00:30

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir vinsamleg orð, Gunnlaugur. Gera mann tilbúnari í slaginn!

Ívar Pálsson, 10.10.2014 kl. 08:28

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er ágætt að vera ekki endilega í fyrirfram gefnum skotgröfum

í þessum málum heldur að vega og meta kosti og galla:

Hvort vegur þyngra að tengjast stærra hagkerfi almenningi til góða

eða að vera laus við kynvilluna í ESB?

Jón Þórhallsson, 10.10.2014 kl. 08:54

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Orðaval þitt er nú ansi skotgrafarlegt, Jón (raunar úr skotgröfum WWI!). En þetta með að tengjast stærra hagkerfi: Endilega að gera viðskiptasamninga við sem flest ríki, þar sem viðskipti eru jafnan til hagsbóta og stuðla að friði. En að afsala sér rétti og stjórntækjum þegar auðlindirnar eru manns megin, það gengur ekki upp.

Ívar Pálsson, 10.10.2014 kl. 09:09

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Óska okkur Heimsýnarfólki til hamingju með Ivar í stjórn. Mætti ég bæta tveim hendingum frá skádinu góða; Loft við þurfum. Við þurfum bað,

að þvo burt dáðleysis mollu-kóf.

Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2014 kl. 10:32

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ívar Pálsson til hamingju.

Heimsýn til hamingju með þennan mann innanborðs.

Þú ert hörku maður í þessum málum Ívar og veist hvað þú segir þegar þú talar hefur mér fundist.

Kv.góð.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.10.2014 kl. 11:16

7 identicon

Sæll Ívar - sem og aðrir gestir þínir !

Ívar !

Lítið: leggst nú fyrir þig kappann / að ganga í ''stjórn'' þessarra ógeðfelldu hræsnara samtaka: sem standa ÓROFA að áframhaldandi stuðningi við aðild að : EES/EFTA og NATÓ samsteypunum - en þykjast vera á móti ESB aðild / á sama tíma.

Það er til lítils trúverðugleika: að vera andstæðingur óhugnaðar Merkel og Barrosó samkundunnar (ESB) / en vera í sama mund ákafir áhangendur áðurnefndra : EES/EFTA og NATÓ.

''Heimssýn'' - er uppsóp skrumara og lítilsiglds fólks Ívar minn: og vil ég gjalda þér varhug miklum - við þessum Rökkur klúbbi ágæti drengur.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem oftar og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 11:28

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir Helga og Ingibjörg. Maður nær ekki alltaf að sinna þessu, núna eru komin 7 ár hjá mér í þetta en enn er ESB- aðild ekki slegin út af borðinu. Ég taldi víst að Sigmundur Davíð og Bjarni myndu senda strax bréfið sem þeir voru kosnir til að skrifa um leið þeir settust til valda en þeir létu draga sig út í hringavitleysu um allt og ekkert, sem er aðall ESB- sinna. Alþingismennirnir þora vonandi að ákveða sig rétt þessa önnina.

Ívar Pálsson, 10.10.2014 kl. 11:34

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Óskar Helgi. Hef móttekið ráðgjöf þína en fæ mig ekki til að fara eftir henni, sorrý! Við stöndum órofa gegn AÐILD að ESB, sem yrði mikið ógæfuspor. En áframhaldandi milliríkjasamningar um EES- samstarf og NATO- aðild eru þættir sem hafa gengið í áratugi og eru í raun alltaf í þróun, enda skoðanir á hvoru um sig út um allt. Því miður er eltingaleikurinn við ESB fullmikill þegar kemur að upptöku tilskipana ESB, en taka verður á því sérstaklega.

Aðildin að NATO styrkir Ísland, en það er utan umfangs Heimssýnar eins og ég skil málin.

Ívar Pálsson, 10.10.2014 kl. 11:45

10 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Ívar minn !

Fátæklegt er: yfirklór þitt / til réttlætingar þróunarinnar gagnvart undirlægjuhætti Íslendinga - við EES/EFTA/NATÓ óreiðuna mæti verkfræðingur.

Ég hugði þig - geta gert betur en svo: Ívar minn.

Ekki hvað sízt: í ljósi þeirrar staðreyndar / að NATÓ er hreint og beint ÁRÁSABANDALAG í fjarlægum Heimshlutum - sem og víðar s.s. í Úkraínu t.d.

Hvað - réttlætir áframhald aðildar / að þessum árása- og stríðsæsinga klúbbi (NATÓ) t.d. Ívar ?

Með sömu kveðjum og fyrri - samt sem áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 11:55

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll aftur, Óskar Helgi. Útþenslustefna NATÓ hefur hægt á sér og hlutverkið gagnvart okkur endurskipulagt í það að verða mikilvægara aftur á N- Atlandshafi og á norður- heimskautinu. Þróunin síðustu mánuði hjá Rússum hefur sýnt mikilvægið. Það væri naívismi að hætti Chamberlains að halda að engra varna eða eftirlits væri þörf hjá okkur, sem færum aldrei í að stofna eigin her. NATÓ er ramminn sem Norðurlanda- samstarfið virkar vel undir, en styrkja má þann þátt, sérstaklega gagnvart ESB sem er að koma sér smám saman í þriðju heimsstyrjöldina með drýgjindaklúðri án þess að hafa neinn her, enda myndi ekkert ríkjanna vilja borga fyrir þann höfuðlausa her!

Ívar Pálsson, 10.10.2014 kl. 12:04

12 identicon

Komið þið sæl - enn !

Ívar !

Ertu - alveg pikkfastur í Kaldastríðs gírnum ?

Voru það ekki Rússar (þá: innan hinna hörmulegu Sovétríkja 1922 - 1991) - sem reyndust Íslendingum einna beztir / allra þjóðanna á Norðurhjaranum: auk Grænlendinga og Færeyinga þegar ''vinaþjóðirnar'' Bretar - V- Þjóðverjar þáverandi og Belgar t.d. öttu kappi við okkur / í Þorska sríðunum forðum (1952 - 1976) ?

Ég man ekki betur - kann að vera / að þú og ''vinir'' þínir í ''Heimssýn'' séuð búnir að gleyma þeirri atburðarás allri Ívar minn.

Þú veist mæta vel - ÓROFA samspil og samtengingu NATÓ og ESB þó þú kinokir þér við að viðurkenna það - síðuhafi mæti.

Vona - að þú áttir þig betur á / að áttirnar eru fleirri en HÖFUÐÁTTIRNAR einar í hinu víðasta samhengi - Ívar minn.

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 12:17

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll enn, Óskar Helgi. Rússar eru mætir, ég á við mótvægi á heimskautasvæðunum. Við myndum hvort eð er alltaf fylgja Norðmönnum með sinn besta her í heimi og þeir telja sig verða að verjast Rússum.

En beintenging þín á milli ESB og NATÓ er alls ekki réttmæt. Raunar er stöðugur rígur á milli þeirra, enda ríki ESB með allskyns 28 hugmyndir í hermálum sínum sem ganga ekki upp hjá NATÓ, sérstaklega þar sem USA greiðir drýgsta hluta reikningsins.

En ég tala ekki fyrir hönd Heimssýnar- þetta eru bara mínar skoðanir. Ég ítreka að ég tel NATÓ málin ekki á sviði Heimssýnar eins og ég skil það.

Ívar Pálsson, 10.10.2014 kl. 12:37

14 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Ívar !

Þakka þér fyrir - skilvís og drengileg andsvör þín en.... eftir standa mín sjónarmið óröskuð - og skora vil ég á þig / að skoða þau vel ofan í kjölinn.

Jú - þræðir órofa samstöðu NATÓ og ESB eru ómótmælanlegir / enda sameiginlegir hagsmundir : Bilderbergs klúbbsins / Pentagon og ýmissa Hergagna framleiðenda og annarra- sem knýta þá þeim böndum / sem þeir vilja allra sízt rjúfa.

Þannig liggur nú í því Ívar minn - hvernig: sem við lítum á málin.

Og - svona að endingu: Varsjárbandalagið:: sigldi sinn sjó / í kjölfar hins löngu tímabæra falls Sovétríkjanna á næst síðasta áratug - sem og Comecon: efnahagsbandalagið Austur- Evrópska sömuleiðis.

En - ennþá lifa NATÓ og ESB góðu lífi / þrátt fyrir að eiga að hafa farið sömu leiðina: og þau Austur- Evrópsku við gjörbreytta skipan mála - í nágranna álfu okkar / í austri.

Þú ættir - að benda ''vinum´'' þínum í Heimssýn'' á þann furðulega hlut / síðuhafi góður.

Sízt lakari kveðjur - hinum fyrri og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 12:49

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hvort vegur þyngra að tengjast stærra hagkerfi

Erum við ekki nú þegar tengd þessu blessaða stærra hagkerfi?

Hvers vegna ættum við að einskorða okkur við það eina hagkerfi með því að ganga í ESB þegar við getum verið fyrir utan ESB og tengt okkur við öll hagkerfin á plánetunni ef við svo kjósum.

Er það ekki einmitt innilokun með því að ganga í ESB og missa þar með alla okkar samninga við önnur lönd og mega ekki gera þá í framtíðinni sjálf. 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.10.2014 kl. 14:00

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Velkominn í stjórn Heimssýnar, Ívar.  Með opna einokunaraðild að ESB er þörf á öllum góðum kröftum.

Sjálf er ég svo mishrifin af NATÓ, en verri er engin landvörn.  Varnarlaust land getur verið illa sett.  Ekki víst að við fáum hann Jörund aftur næst...

Kolbrún Hilmars, 10.10.2014 kl. 16:29

17 Smámynd: Ívar Pálsson

Óskar Helgi: Maður er nú sammála þér að mörgu leyti, en hef þó farið á þessa nýjustu NATÓ- fundi og trúi því að þau samtök séu að taka sig í gegn í norðrinu og lýsa yfir meira sjálfstæði gagnvart ESB.

Halldór Björgvin: Hárrétt, þessi einokunarstefna ESB kom t.d. í ljós með fríverslunarsamning okkar við Kína sem unnið var að árum saman en Kínverjar settu ofan í skúffu við ESB- umsókn Íslands. Svo loksins þegar Samfylking örvænti fyrir kosningarnar, þá frystu þau ESB-umsóknina og kláruðu samninginn við Kína með hraði á elleftu stundu.

Takk fyrir kveðjuna, Kolbrún. Þetta er nú fjölmennasta stjórn sem ég hef séð, það ætti þá að vera góð valddreifing! En í stað NATÓ væri náttúrulega hægt að semja við Norðmenn, en NATÓ- kerfið er heild sem virkar ennþá og kostar okkur mun minna. Sjáum til þegar á reynir.

Takk fyrir heillaóskir, Kolbrún.

Ívar Pálsson, 11.10.2014 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband