Mínus 500 milljarðar á einni klst.?

Skuldir þjóðarbúsins, amk. 7000 ma., jukust líklega um 500 milljarða króna í morgun á einni klukkustund. Krónan féll nær 9% gagnvart Jeni, sem er langstærsta myntin í skuldakörfu Íslendinga. Þetta fall er í viðbót við gengisfallið fyrir helgi. En 140 milljónir í mínus á hverri sekúndu er fullmikið!

Ef Seðlabankinn grípur inn í með krónukaupum, þá hendir hann agnarsmáum gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinnar fyrir svínin, því að það er tilganglaust. Markaðurinn er að refsa þeim sem héldu vaxtamunarmyllunni áfram of lengi. Hann verður að leita jafnvægis án inngripa.

Þessi klukkustund verður okkur dýrkeypt.


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkar um 3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hvenær endar þetta?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: haraldurhar

   Nú er bara fjölga bankastjórum Seðabankans, helst ráðagóða uppgjafapólitúkusa, hækka laun þeirra umfram verðbætur svo við missum ekki þá er fyrir sitja til samkeppisaðila.  Fjölga í stjórninni og þá sérstaklega leita eftir góðum hagyrðingum, þá er okkur borgið til framtíðar og verðum með sterkustu peningastjórn er finnst á byggðu bóli.

haraldurhar, 17.3.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Því miður, Anna, þá er þetta bara enn ein bylgjan eins og um var rætt áður. Ef stórt fjármálafyrirtæki kemst í greiðsluþrot, ss. Kaupþing, sem er ekkert ólíklegt ef trúa má greiningu Landsbankans frá því í fyrra, þá kemur að næsta vandamáli, fasteignafallinu. Bréf í einum stærsta húsnæðislánabanka í Bandaríkjunum, Bear Stearns, kostuðu USD 170 í fyrra, 30 fyrir síðustu helgi og síðan var bankinn seldur á USD 2,00 hvert bréf um helgina. Allt getur gerst þegar traustið brestur.

Ívar Pálsson, 17.3.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ívar, ertu að meina að gengi evrunnar gæti enn hækkað? Verður ekki gripið inn í þetta? Þetta kemur greinilega verst fyrir fólkið í landinu!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Anna, fall krónu hélt áfram. Evran fór í 118 krónur, gæti skoppað eitthvað til baka um tíma en er mun líklegri til þess að styrkjast í 150 krónur á næstu mánuðum hedlur en að haldast hér. En ekki taka þessu sem ráðgjöf, heldur bara skoðun minni.

Ívar Pálsson, 17.3.2008 kl. 13:46

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Laissez-Faire, nú vonum við að Seðlabankinn og ríkisstjórninn fylgi stefnu þinni (að láta gerast) og reyni ekki inngrip í markaðinn á einhvern hátt. Þó að ég útflytjandinn ætti að kætast, þá er það erfitt, þar sem aðgerðir fárra bitna á heildinni eins og venjulega. En þetta verður víst að gerast.

Ívar Pálsson, 17.3.2008 kl. 14:31

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvað með alla þá sem eru með "góðar" myntkörkur???...eins og ég?....einstæð húsmóðir í Kópavoginum?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 21:58

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvernig gat krónan tekið svona fall?....mikið meira en aðrar hávaxtamynntir aðrar... og við Íslendingar með öll þessi verðmæti?........Er þetta verðmætaflutningur(frá þjóð til einkaaðila?) ?...engin spyr réttu spurninganna?...sem eru Hvernig erum Við stödd, sem Íslendingar (örfáar hræður)???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 22:11

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hagfræðingar munu líklega svara spurningunni um fall Krónunnar á þann veg, að hún falli þar til jafnvægi er komið á viðskiptajöfnuð þjóðarinnar. Hvar er það jafnvægi ?

Spamsi bendir á hvé snöggir Bandaríkjamenn eru að bregðast við. Við sáum Bush og fjármálaráðherrann gefa yfirlýsingar og áhrifin létu ekki á sér standa. Hlutabréfa-vísitalan í US hækkaði í dag !

Berum þetta saman við sofandahátt í Evrópu. Margir seðlabankastjórar ættu að fara að leita nýrrar vinnu.

Höfum í huga að þessar gengisbreytingar hafa ekkert með Krónubréf að gera. Ég hef sýnt fram á að þarna eru engin tengsl. Einhverjir telja ennþá að þarna séu einhver tengsl, en engum hefur tekist að sýna fram á slíkt.

Þetta er svipað og bullið um að lífsandinn (CO2) valdi hlýnun Jarðar, eða kólnun eins og verið hefur síðustu 13 mánuði, eða annað hvort hlýnun eða kólnun, eins og Al Gore mun halda fram þegar hann kemur til landsins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2008 kl. 22:38

10 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

25 milljarðar á gjalddaga á miðvikudag 19.mars.

Svo þykist bara enginn vita af hverju krónan fellur. Hún er að falla af því að þeir sem voru að ávaxta peningana sína hér á íslandi, með krónubréfum/jöklabréfum, eru að fara heim með peningana sína.

Markaðurinn veit að þeir sem eru ekki farnir enn, fara þegar þeirra bréf koma á gjalddaga.

Las einhverstaðar að það séu enn 500 milljarðar inni í landinu.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 17.3.2008 kl. 22:39

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...já Loftur HVAR? og ...ef krónan er "sky high" hver ber ábyrgð?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:32

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Fólk leitar að einum sterkum aðila núna til þess að „gera eitthvað í þessu“. Þessi aðili var Seðlabankinn þegar það var hægt, þá átti hann að lækka stýrivexti í fyrravor, eins og við mörg báðum um (sbr. greinar mínar hér til vinstri). En nú tók þessi ofhlaðna vél flugið og á bara skellinn eftir. Hlustið á Jim Rogers, sem hefur haft vel rétt fyrir sér. Hann segir dollarinn nær ónýtan. Færið þá skuldir ykkar í dollar, ef Jim er ykkar maður.

Loftur, þrátt fyrir skoðun þína og útskýringar, þá sé ég ekki annað en að íslenskir vaxtamunarsamningar séu á útleið. Trúðu þá FT í dag, þau minnast á Íslensku bankana. Jenin eru keypt til þess að losna úr krónubréfum og slíku. Þetta eru ekki einfaldir samningar, en málið hlýtur að vera það að sá sem vill út, hann fer út.

Ívar Pálsson, 17.3.2008 kl. 23:51

13 Smámynd: Ólafur Als

Átti sér ekki stað hækkun á eignum erlendis í sömu andrá?

Íslendingar hafa um nokkurt skeið verið á eyðslufilleríi í krafti sterkrar krónu og nú er komið að skuldadögum - og þeir sem minnst mega við því munu verða verst úti en þjóðin öll mun verða fyrir kjaraskerðingu. Háværar kröfur munu verða settar fram um sértækar aðgerðir, m.a. til að forða víxlverkunum og m.a. stórhækkun fasteignalána.

Hvað verður svo þegar gengislækkunin er að fullu komin inn - hvað tekur við eftir umrót í verðlagsmálum? Kemst á ró og munu vextir lækka í kjölfarið? Verður gjaldmiðillin áfram á opnum markaði?

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 00:38

14 Smámynd: Ívar Pálsson

Ólafur, vissulega hækka erlendar eignir líka, en ég gerði ráð fyrir einhverri erlendri nettóeign í tölunni minni, þó að ég efist um að hún sé til. Hvert laust Evrucent er nýtt til hins ýtrasta hjá bönkunum þessa dagana, þannig að amk. jöfn skuldbinding á móti hlýtur að finnast. Hvernig er svo td. hægt að bókfæra hátt „goodwill“ sem eign, þegar öll spjót beinast að banka og skuldatryggingarálag (mat á trausti) er vel yfir 800 punktum (8%)?

Ívar Pálsson, 18.3.2008 kl. 09:16

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eins og fleirri hefur þú Jóhannes ekki skilið hvernig fjármálamarkaðirnir virka. Ekki samt að örvænta, því að margir hagfræðingar gera það ekki heldur.

Það kemur enginn "bara" með peningana sína inn í Íslendskt efnahagskerfi og hirðir af þeim arð. Það verður að vera einhver innlendur aðili sem vill taka þá að láni ! Það er lykilatriði, að skilja þetta.

Hins vegar skiptir ekki máli hvort erlendur aðili býðst til að lána, eða innlendur aðili biður um lán. Það sem skiptir máli, er hvort féð er á endanum lánað og er notað í Íslendsku efnahagskerfi.

Einnig skiptir engu máli í hvaða mynt erlenda lánið er tekið (nema varðandi áhættu). Hægt er að skipta úr einni mynt í aðra, ef lántakandinn óskar þess. Hver það er sem skiptir úr erlendri mynt í Krónur skiptir heldur augljóslega engu máli. Þess vegna skipta Krónubréfin engu máli, umfram hverja aðra lántöku. Ekki er heldur gefið, að það fjármagn sem lánað er gegn Krónubréfum komi nokkurn tíma inn í Íslendskt efnahagskerfi.

Gengi gjaldmiðils ræðst af "framboði og eftirspurn". Þetta er hagfræðileg hlið málsins, en það er önnur hlið einnig á málinu, sem er "ótti og væntingar" og er samfélags-fræðileg. Vandamál hagfræðinga er líklega að greina þarna á milli.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.3.2008 kl. 14:07

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Loftur...maður er að reyna að skilja þetta, en Evran er sterk núna og stendur allt af sér ...veistu af hverju? Er það góð stjórn efnahagsmála, eða eru evrópubuar kannski að "tapa"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 15:30

17 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gengi gjaldmiðils ræðst af hreyfingum fjármagns í hann eða úr. Allir markaðir byggjast á "væntingum" enda er eðli þeirra skv. skilgreiningu að reyna að vera á undan kúrfunni. Við erum með himinháa stýrivexti seðlabanka og eftir að þeir fóru í 10% fyrir hvað tveimur árum - og seðlabankinn tilkynnti þannig að hann réði ekkert við peningamálastefnu eða verðbólgumarkmið - hefur krónan verið á niðurleið, þrátt fyrir enn frekari vaxtahækkanir seðlabankans upp í 13,75%. Þannig að tímið er ekki að virka. Eðlileg viðbrögð væru að reka alla yfirstjórn Seðlabankans og reyna að setja þar inn aðila sem eru við fulla meðvitund og í sambandi við veruleikann.

Baldur Fjölnisson, 18.3.2008 kl. 15:42

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já...Baldur , auðvitað verður að reka yfirstjórn seðlabankans...það blasir við!...en hvað með ríkisstjórnina?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 16:24

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Spyrð þú alltaf svona erfiðra spurninga Anna ? Ég skal samt reyna að svara í stuttu máli og segja þér mitt álit, sem örugglega er ekki allur sannleikur málsins.

Gjaldmiðlar sveiflast upp og niður, stundum eru sveiflurnar langar stundum stuttar. Stundum eru sveiflurnar svo langar að þær virðast alltaf vera á leið upp eða alltaf á leið niður. Hægt er að fullyrða, að margar ástæður eru fyrir þessum sveiflum.

Ein ástæða fyrir sveiflum gjaldmiðla er efnahagsstjórn, eins og þú nefnir. Spurningin er þá hversu miklu ræður efnahagsstjórnin ? Mér þykir líklegt að hún ráði svona um 10% !

Önnur ástæða sem vert er að horfa til er verð á innfluttri orku. Ef bensínverð hækkar má ætla að gengi Krónunnar muni lækka. Önnur 10% hér !

Verð á öðrum vörum sem við þurfum að flýtja inn, geta hugsanlega einnig ráðið 10%.

Verð á vörum sem við flytjum úr landi hefur sín áhrif 10%.

Þannig getum við haldið áfram að tína til líklega áhrifaþætti, en að ætla hverjum 10% er gróft. Hagfræðingar hafa örugglega reiknilíkön sem nálgast þetta betur. Hins vegar er óvissa mikil með slík reiknilíkön, vegna þess að hagfræði er fræði, en ekki vísindi. Samfélagslegur þáttur getur vegið þungt, "ótti og væntingar" koma inn og alltaf á óvart.

Ef Evran er að hækka, getum við auðvitað sagt að Evrópu-menn séu að gera eitthvað rétt, en ég veit ekki hvað það ætti að vera. Mér finnst þeir aumingjar á flestum sviðum, en Evrópubandalagið er að stækka ! Þessi staðreynd getur hugsanlega skýrt málið að einhverju leyti. Að mínu mati er samt "ótti og væntingar" stærsti þátturinn.

Að lokum má benda á, að öll náttúruleg fyrirbæri hafa tilhneigingu til að vaxa að ákveðnu marki (ekki óendanlega) og hníga síðan. Algjöran stöðugleika nefnum við hins vegar dauða !

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.3.2008 kl. 16:58

20 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Anna, þetta þarf að gerast í réttri röð. Fyrst þarf að sparka yfirríkisstjórninni í Seðlabankanum og eftir það verður hin fljótlega sjálfdauð.

Baldur Fjölnisson, 18.3.2008 kl. 18:27

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk strákar...og svo langt sem ég skil ástandið er ég ykkur innilega sammála!...en það sem ég skil EKKI er hvers vegna íslenska krónan er að falla mikið meira heldur en aðrar hávaxtamyntir, eins og t.d. í Tyrkalandi???

ps...já Loftur ég er bönnuð á sumum bloggum vegna erfiðra spurninga...en ég hlakka alltaf til að fá svör...eða að heyra að sumir (eins og ég) skilji ekki ástandið!...takk 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 19:18

22 identicon

Ég var að reikna það út á blogginu hjá Baldri, að Evran fari í 160 krónur. Held að það sé ekki verri ágiskun en önnur.

Annars er ég með þá kenningu að þetta gengisfall sé það besta sem komið hefur fyrir þjóðina lengi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 19:41

23 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta eru áhugaverðar spurningar og svör, takk. Anna, því fer fjarri að þú verðir bönnuð hér fyrir spurningar, sérstaklega þegar fleiri en ég fást til að svara, enda er ég nú bara með eitt (kannski þröngt) sjónarmið í þessu. Íslenska krónan er yst á jaðri hávaxtamyntanna, amk þeirra sem hafa verið með gamla góða AAA-ið, hæstu vexti fyrir mestu áhættuna. Þegar Kauping fór í 1000 punkta (10%) skuldatryggingarálag og ríkið yfir 300 þá virðist kostnaður+áhætta= of lítill vaxtamunur til þess að aðgerðin borgi sig, best að forða sér yfir t.d. það næst besta fyrir áhættuglaða (en ekki fífldjarfa) sem væri þá Tyrkland, Ungverjaland eða Suður Afríka. Ef þau sveiflast of mikið, þá er farið niður vaxtastigann til Nýja Sjálands eða Ástralíu, enda verslar vaxtamunarliðið mjög mikið með þá andfætlingadollara. Þá er öryggið sæmilegt, þar sem fljótlegt er að losna við gjaldeyrinn. IKR markaðurinn er mjög þröngur, sveiflast mikið og er ekki skilvirkur.

Almennt séð, þá á spekúlant að fá borgað fyrir áhættu sína, en fær það ekki fyrir IKR í dag. 

Ívar Pálsson, 18.3.2008 kl. 19:54

24 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Ívar...en þetta eykur ekki traust mitt á íslensku örkrónunni...

Vandamál mitt er að ég er með erlenda myntkörfulán og það hefur hækkað um rúm 30% á 3 mánuðum,,,eða síðan um áramot.

ÉG flutti til Íslands aftur efti 6 ára dvöl í DK og 2 ára dvöl í Hollanfi (bæði EBSlönd) og bjóst ALDREI við að við værum á stigi Suður ameriku, þegar ég flutti heim! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 20:54

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...ÉG TREYSTI Á LAND OG ÞJÓÐ...EINS OG MAÐUR SEGIR? ...og er í djúpum skít!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 21:33

26 Smámynd: Geir Ágústsson

Gjaldmiðlar án jarðbindingar (t.d. við takmarkað gullmagn, amk miðað við ótakmarkaða prentgetu seðlaprentvéla) eiga það til að fjúka út í buskann. Dollari og króna í dag, evran og jenið á morgun.

Geir Ágústsson, 19.3.2008 kl. 18:34

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er merkilegt að hlusta á fréttir og fjölmiðlaumræðu núna og heyra það að þessi dýfa virðist hafa komið bönkum og almenningi gersamlega í opna skjöldu þótt bæði þú og aðrir eruð löngu búnir að spá þessu og raunar mjög nákvæmlega.  Einnig eru Baugsfjölmiðlarnir iðnir við að tala upp "skriðu verðhækkanna" svo pöblinum verði nú algerlega skiljanlegt að hann á að borga brúsann.

Maður hefði haldið að arðtölurnar bendi til þess að verslunin þoli einhverjar sveiflur. Hún er í óða önn að taka til baka nýlegar kjarabætur og þeir tilkynntu það raunar formlega að þeir ætluðu sér að gera það og gott betur. Svo er spurningin: hversu mikið geta þeir hækkað, þegar fólki hefur minna á milli handanna. Nú ættu markaðlögmálin að verða virk aftur, verðsamkeppni og framboð og eftirspurn, sem ættu að virka til mótvægis í minnkanndi neyslu.  Fákeppnin, eða eigum við að segja einokunin getur samt komið í veg fyrir slíkt. Verslunin er að megninu til á einni hendi og getur hagað sér eins og hún vill og hótað fólki að vild.

Þegar talað er um aðgerðir ríkisvaldsins, þá ættu þær fyrst og fremst að einblína á þetta, auk þess að kippa verðtryggingunni úr sambandi, svo fólk verði ekki að öreigum.  Það verður nefnilega ekki eins þægilegt að stjórna sveltandi lýð. Værukærðin og pragmatíkin breytist vonandi hjá þjóðinni í virkt aðhald. (eða hvað?)

Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2008 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband