Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Krónubréfum skilað

Nú er komið að því! Minnst er um spákaupmennsku í krónunni, heldur nauðvörn, þar sem Krónubréfin eru líklega að skila sér inn í haugum. Fjárfestarnir gefast upp á þessu óöryggi hver af öðrum, þótt þeir missi af vöxtum í framtíðinni, þá sleppa þeir líkast til með skrekkinn núna ef þeir fara fyrr út en aðrir. Nú bætist svo erlendur almenningur í flóttaliðið og yfirgefur t.d. Icesave og Edge reikninga, sem hafa byggt upp lausafjárstöðu íslenskra banka. Einhver verður handagangurinn í öskjunni á morgun, mánudaginn 31. mars 2008.
 

Gagnlegar umræður eru um þetta á malefnin.com, en þar ber hæst innlegg „Stone“ sem ég leyfi mér að birta hér að neðan.

------- 

 Stone: Mar 29 2008, 0:02

Skil ég þetta rétt?

Ef einhver "erlendur braskari" ætlar sér að taka skortstöðu í krónunni þarf hann fyrst að finna einhverja fjármálastofnun sem á töluvert magn af krónum og gera við hana framvirkan samning og fær lánaðar frá henni krónur sem hann selur á markaði.

Hvaða erlendu fjármálastofnanir eiga nógu mikið af íslenskum krónum til að lána svona bröskurum. Það er ekki hægt að versla með íslenskar krónur í mörgum bönkum erlendis og ég trúi ekki að fjármálastofnanir erlendis hafi verið að sanka að sér íslenskum krónum síðustu mánuði til þess eins að geta mögulega gert einhverja framvirka samninga með þær síðar. Nei skorturinn á fjármagni á alþjóðamörkuðum hefur frekar haldið erlendum fjármálastofnunum frá íslensku krónunni.

Þetta hljóta að vera sömu bankastofnanir og gáfu út jöklabréfin á sínum tíma og fá nú jöklabréfin innleyst til sín í stórum haugum þar sem eigendur hafa lesið einhverjar slæmar fréttir um niðursveiflu á Íslandi. Ég held að þetta sé ekki erlendir braskarar sem eru að taka skortstöðu í íslensku krónunni. Þetta eru bara jöklabréfin sjálf sem streyma nú til baka yfir í erlendan gjaldeyri.
(feitletrað ÍP)

Ég held ég sé að komast á sömu skoðun og Björgólfur þegar hann vildi að Íslendingar hjálpuðust til að fella krónuna. Hættum að taka erlend okurlán til þess eins að halda í óraunhæft gengi krónunnar svo eigendur þessarra jöklabréfa geti fengið einhvern hagnað. Leyfum markaðinum að ráða og leyfum krónunni að fá kitltilfinninguna í magann. Frystum jöklabréfin eða skiljum a.m.k. góðan hluta þeirra eftir á Íslandi. Þetta sýnist mér vera eina leiðin til að komast eins hratt og hægt er út úr þessarri skuldasúpu. Annars verður skuldasúpan þjóðarréttur Íslendinga um ókomin ár.

Verum sannir Íslendingar, "Gerum þetta með stæl eða sleppum því"
Forfeður okkar átu skósólana sína, við ættum að geta það líka í smá tíma
rolleyes.gif

 ------

Umræðurnar:

Sedlabankastjórinn vill rannsókn á midlurum

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=105263&st=30


mbl.is Bretar taka út af reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt löngu fyrirséð

Hrun bankakerfisins og krónunnar, árásir spekúlanta, ris skuldatryggingaálags og fasteignafallið voru löngu fyrirséðar afleiðingar vaxtahækkana Seðlabankans. I thvottavelinniRennið yfir árstilraunir mínar hér til vinstri til þess að benda á þessa augljósu niðurstöðu peningamálastefnunnar. Fjöldi annarra hefur einnig bent á þessa þætti. Það er á hreinu að háir vextir kalla á gráðuga einnota peningamenn utan úr heimi með milljarðana, plastpokann og tannburstann, en tilbúnir að yfirgefa kotið um leið og á reynir. Raunar er þetta fólk líka á endanum breskar og japanskar húsmæður sem stökkva á tryggðan vaxtamun t.d. Icesave reikninga, þar sem hann hleðst á íslensku krónuna þar til allt springur.

Hér eru nokkrar fullyrðingar sem ég tel nú sannað að séu réttar:

  • Greiðendur háu vaxtanna (vegna stýrivaxta) eru allir Íslendingar í gegn um krónuna.
  • Drýgsti hluti útrásarinnar í bankamálum kemur til vegna vaxtamunar sem hleðst upp sem skuld á krónuna.
  • Útistandandi Krónubréf og vaxtamunasamningar eru eins og ógreiddir víxlar á móti krónunni.
  • Hærri stýrivextir laða tímabundið áhættufé að krónunni.
  • Uppsafnaða krónuskuld verður að greiða með gengisfellingum.
  • Fæla ber áhættufjármagn frá krónunni með lægri stýrivöxtum.
  • Vaxtamunarverslun á milli svæða er ekki sjálfbær, heldur tímabundin uppsöfnun.
  • Krónan er langt frá því að ná jafnvægi: fasteignafallið og bankahreinsunin (t.d. þrot) er eftir.
  • Ríkið má aldrei undir nokkrum kringumstæðum „bjarga“ áhættugjörnustu fjármálafyrirtækjunum.Hreinsun i fjarmalageiranum

Greenspan og Bernanke eyðilögðu útþynntan dollarann, Brown þjóðnýtti Northern Rock bankann og nú segir Geir að við eigum við öll að blæða fyrir þær „íslensku“ fjármálastofnanir sem bresta undan sjálfssköpuðu álagi sínu í útlöndum. Það yrði þjóðnýting á gjaldþroti, sem er eins fjarri flokkshugsjón Sjálfstæðisflokksins og hugsast getur. Látum frekar þá svíða sem undir míga, en hina varfærnari banka blómstra. Þannig virkar hreinsunin. Verst að við erum sokkarnir sem þvælast með í þvottinum.


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínus 500 milljarðar á einni klst.?

Skuldir þjóðarbúsins, amk. 7000 ma., jukust líklega um 500 milljarða króna í morgun á einni klukkustund. Krónan féll nær 9% gagnvart Jeni, sem er langstærsta myntin í skuldakörfu Íslendinga. Þetta fall er í viðbót við gengisfallið fyrir helgi. En 140 milljónir í mínus á hverri sekúndu er fullmikið!

Ef Seðlabankinn grípur inn í með krónukaupum, þá hendir hann agnarsmáum gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinnar fyrir svínin, því að það er tilganglaust. Markaðurinn er að refsa þeim sem héldu vaxtamunarmyllunni áfram of lengi. Hann verður að leita jafnvægis án inngripa.

Þessi klukkustund verður okkur dýrkeypt.


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkar um 3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun þín 2008: mínus 15-17%

Krónulaun þín 2008 rýrnuðu um 15-17% á þessu ári, 2008 mínus þær launahækkanir sem þú hefur fengið. Gengisfellingin er slík. Ef þú tókst lán í erlendum gjaldeyri á þessum 10 vikum, þá hafa þau hækkað um 1,7% fyrir hverja viku sem liðin er síðan það gerðist, þó langmest síðustu daga. Kostnaður rýkur einnig upp, bensín fór yfir 150 kr. á lítra í dag, en matvæli eiga enn eftir að snarhækka, þar sem verð þeirra út úr búð í dag endurspeglar ekki nýjustu gengislækkanir eða hráefnishækkanir.

Eitt og annað framundan

Þó er það versta eftir. Enn hefur ekki verið tekið á helstu vandamálum krónunnar og íslenska efnahagskerfisins að neinu marki. Styrking japanska Jensins snareykur skuldir bankanna, sem eru mestar í Jenum og veldur flótta úr krónubréfabransanum og öðrum vaxtamunarviðskiptum, sem falla þá inn til okkar í stórum milljarðatuga kippum, löngu fyrir gjalddagana. Jenið styrktist í 100 Jen gegn Bandaríkjadollar áðan og gæti farið niður úr því, sem er 13 ára met. Fasteignaverðið hér á landi er enn rammfalskt og þarfnast verulegrar leiðréttingar niður á við, sem gerist að vísu af sjálfu sér bráðlega. Við það hrúgast  fasteignir upp hjá bönkunum.

Sjóðir bresta

Hugsanlega verða stærstu skellirnir þegar stórir sjóðir fara að bresta hver af öðrum á Íslandi eins og gerst hefur  í Bandaríkjunum síðustu vikur. Milljarða dollara sjóðir sem voru ofgíraðir upp fyrir haus, fá nú veðköll upp á hundruð milljóna dollara og eru þá leystir upp og renna inn til bankans. En hvað með verðbréfasjóði íslenskra banka? Rýrnunin er augljós, en einhverjir þeirra hljóta að verða leystir upp. Enn er spurt, hvernig tekst íslenskum banka að vera stikkfrí frá raunveruleikanum sem heimsbyggðin horfir á?


mbl.is Krónan heldur áfram að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórunn á bremsunni

Ef Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra nær sínu fram, þá bremsar hún hagvaxtarkerrunniBremsan okkar, sem Glitnir hefur þegar spáð kyrrstöðu á þessu ári, 0% hagvexti. Kolefnislosunarkvóti hennar er skorinn við nögl, enda Aðaltæki umhverfisráðherraer hún augljóslega ákveðin í því að semja af sér fyrir Íslands hönd og nota öll helstu stjórntæki til þess að hamla vexti þjóðarinnar á erfiðum tímum í stað þess að nýta einstaka sérstöðu Íslands í orkumálum og öðrum umhverfismálum.

Bremsa a kraftinnMótvægisaðgerð?

Bestu mótvægisaðgerðir sem ríkisstjórnin gæti beitt sér fyrir núna væru þær að senda þennan ráðherra í langt frí til Indlands, þar sem henni yrði kynnt kjarnorkuáætlun landsins, bygging kolavera og aðrar aðgerðir til þess að bæta þannig líf milljarða fátækra í veröldinni. Á meðan leyfum við sjálfsagða nýtingu vistvænnar orku Íslands til framleiðslu einnar eftirsóttustu orkusparnaðarvöru veraldar, álsins. Skömm sé ráðherranum og samráðsmanneskjunni Ingibjörgu Sólrúnu að koma ósanngjarnasta kvótakerfi veraldar á hér á landi. Kostnaður okkar verður talinn í tugum milljarða. Þann draug verður erfitt að kveða niður.


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattlagning í nafni kvenna

Utanríkisráðherra Líberíu, frú Olubanka King-Akerele, kom hingað í heimsókn til starfssystur sinnar, vinkonunnar „Ingu“ (sbr. Silfur Egils) til þess að afla fjár fyrir baráttumálum kvenna í Líberíu. Ellen og IngaInga snaraði víst fram milljónatugum frá okkur skattgreiðendum ásamt öðrum, en féð  nýtist til þess arna, hvort sem það verður í nafni þróunarsamvinnu eða undir öðru nafni. Ég sem hélt í barnaskap mínum að þessi ágæta kona í peningaleit ætti að vera í aðstöðu til þess að fá slíkt frá ríki sínu, því að kona stýrir því núna, en er með Masterspróf í almannatengslum frá Harvard. Demantar, járn og timbur Líberíu geta vel borgað þetta eins og annað.

Málið er að umrætt ríki er í rúst vegna fyrra stríðs og landlægrar spillingar og þessir peningar verða ekkert óspilltari en náttúruauðlindir Líberíu eða annar auður þeirra. Milljón dollarar fengust frá Íslendingunum 300.000, sem fara létt með að bjarga heiminum. Við þörfnumst víst ekki þeirra peninga hér. Aðalmálið er þá að komast að í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Til gamans má geta þess að afi frúarinnar, Charles D.B. King, fyrrverandi forseti Líberíu er sá eini þaðan sem hefur komist í Heimsmetabók Guinness. Það er vegna sviksömustu kosninga sögunnar, þar sem hann hlaut 234.000 atkvæði til forseta, en skráðir kjósendur voru 15.000 talsins!

Þessar fyrri greinar mínar hér, hér og hér útskýra mál þessa svæðis kannski betur.


mbl.is Áhrif stríðs á konur í Líberíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veturinn er bestur

Veturinn á Íslandi slær sumrinu gersamlega við á dögum eins og í gær. Vid TindfjollFegurð náttúrunnar á Tindfjallasvæðinu var með endemum, þar sem við Stefán Bjarnason ferðuðumst um á fjallaskíðum. Fet af púðursnjó hafði fallið og sindraði nú í sólskini og blæjalogni. Okkur fannst Eyjafjallajökull enn fegurri en áður, þar sem við höfðum gengið og rennt okkur í fyrra. Dagurinn flaug hjá í leiðslu, þar sem ég vonaðist til að sem flestir ferðafærir Íslendingar geri sér grein fyrir því að mjög víða í nágrenni þeirra er hægt að njóta vetrarins til fulls. Sjáumst svo á fjöllum!Yfir Þórsmörk

Hér er viðeigandi tengill inn á myndasíðu mína (sem er líka alltaf hér niðri til vinstri, „Fjallaferðir ÍP“). Ýtið þrisvar á myndir til þess að stækka þær til fulls. Athugið að stundum eru myndasíðurnar fleiri en ein, þá er  1,2,3 neðst til hægri  á síðunni.


mbl.is Víða hálka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband