Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Hverjir eiga að bjarga hverjum?

Hagstofan Skuldir aldur

Við lestur Hagtíðinda Hagstofunnar vakna ýmsar spurningar um grundvallaratriði sósíalismans. Á aldrað eignafólk að greiða háskuldugum barnafjölskyldum á helsta tekjualdri milljarða? Ef ekki, hver á þá að greiða þeim? Ekki eru það eigna- og tekjulitlir einstaklingar. 

Fé frá öldruðum? 

Ef svarið er það að peningarnir til skuldajöfnunar komi frá niðurfærslum bankaskulda hrunsins, þá er féð líklega tekið helst frá lífeyrissjóðum (fyrir utan aðaleigendurna, vogunarsjóðina). Aftur er þá vegið að öldruðum. Það er sama fólkið og horfði upp á sparifé sitt verða að engu í 80's óðaverðbólgunni. 

Eignatilfærslur til skuldara 

Hagstofan eiginfe aldur

Eignatilfærslur ríkisins frá einum hópi til annars verða aldrei sanngjarnar. Annars er ekki hægt að fara eftir meginreglum efnahagslífsins, að sparnaður og varfærni séu til góðs, heldur eigi bara að taka sénsinn, hreinsa út úr eldhúsinu í fyrstu íbúðinni og flytja bara inn þegar allt er klárt fyrir Hús og híbýli. Þessar eignatilfærslur verða einungis til þess að auka misklíð á milli hópa í samfélaginu í anda Jóhönnu og Steingríms J., sem einhverjir muna kannski enn eftir.

Léttum þeim róðurinn 

Höldum friðinn, lækkum skatta og álögur og gerum þessum helstu skuldahópum, barnafjölskyldum, lífið léttara á sem flestan hátt, en ekki með því að taka fé frá þeim sem náðu að safna einhverju út lífið, þrátt fyrir verðbólgusprengjur og mistækar vinstri stjórnir í gegn um tíðina.

Hagstofan eignir aldur

 

Smellið þrisvar á línurit fyrir fulla stærð.

 

 

 


mbl.is 10% fjölskyldna eiga 41% af skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB reiknar fólk í vinnu

ESB USA Japan atvleysiSamkvæmt reiknimeisturum ESB væsir víst ekki um 26 milljón atvinnulausa ESB búa ef fríverslunar- samningurinn við Bandaríkin gengur eftir. Þá fengju Íslendingar þar heil 1000 störf ef þeir væru í ESB. En spurningar vakna: Hvar voru þessir reiknisnillingar áður en tölurnar urðu svona háar? Af hverju reiknuðu þeir ekki störf fyrir 55% ungmenna á Spáni? Eða 58% í Grikklandi?

USA með atvinnu 

Línuritin hér sýna það hvernig atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur snarlækkað á meðan ESB og sérstaklega Evrulönd hækka hratt í atvinnuleysisstigi. Samkeppnisfærni í USA hefur samt aukist til muna og framleiðni þar með. Ef spámenn ESB telja að fríverslunarsamningarnir skapi mikla vinnu við framleiðlu vara til USA  og ræni aðallega störfum frá Japönum, þá líta þeir vísvitandi  í burtu þegar grundvallaratriði viðskipta spila inn, t.d. samkeppni annarra eins og Japana og Kínverja. Bandaríkjamenn hafa líka sömu væntingar um að dæla vörum til Evrópu. Línuritin sýna glöggt hvert stefnir í atvinnumálum Evrópu og þar getur hugsanlegur USA samningur ekki kúvent álfunni til betri vegar.

Verndað ESB á hausnum 

ESB atvleysi ungmenna 2013 04

Svo má ekki gleyma tekjuhliðinni, en Evrópa er á hausnum og myndi missa tímabundið af tollum og gjöldum, en fá samkeppni inn á ýmsum vernduðum sviðum sem gætu lækkað sumar tegundir verulega. En svona fríverslunarsamningar eru hið besta mál, bara ekki endilega fyrir kerfiskarla í Brussel með reiknivélina sína.

Eigum við ekki að reikna út hve mikið atvinnuleysi við höfum losnað við vegna þess að við höfum verið utan ESB svo lengi?

ESB atvinnuleysi 2013 04

 


mbl.is Kann að kosta Ísland þúsund störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17. júní endurheimtur

Jon Sigurdsson 17 juni

Loksins er fagnandi frelsinu á 17. júní. Síðustu árin var jafnan vegið að sjálfstæðinu á þessum tíma. Sá miltisbrandur getur alltaf tekið sig upp aftur og því er gott að vera minntur á sjálfstæði Íslands á 17. júní, en ekki það hvernig grafa skal undan því á æðstu stöðum. Verst var að fyrri stjórnvöld hentu inn lagabreytingu um stjórnarskrána á sínum síðustu dögum, sem þarf þá að fara í vinnu við að ógilda.

Loksins er hægt að syngja Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei, það er kominn sautjándi júní.

Samfylkingu og Besta flokknum finnst ekki ástæða til að fólk dansi fram á nótt, þannig að hátíðahöldum er látið linna um kvöldmatinn, þegar þau ættu yfirleitt að vera að hefjast hjá unga fólkinu, framtíð Íslands, sem lætur sér annt um sjálfstæði þjóðarinnar. Tímasetningin er líklega eftir ESB-staðli !


mbl.is Evrópusambandið þarf að sanna sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís er orsök vandans

Hydro Turbine

Svandís Svavarsdóttir, síðasti umhverfisráðherrann, olli m.a. vanda með varmaorkuna, þar sem hún samþykkt ekki vatnsaflsvirkjanir í Neðri- Þjórsá sem fyrir lágu og þá færðist álagið meir á gufuaflsvirkjanir. Orkumagn þeirra er óvissarra en vatnsorkunnar. Gufuaflið sleppir einmitt líka þeirri vatnsgufu sem hópur Svandísar hræðist mest, með koltvísýringi, þótt seint geti sá hluti kallast mengun.

Nýtum vatnsaflið 

Skilvirkni vatnsaflsvirkjana er alþekkt, en ekki fyrir Svandísi & Co., sem sjá ekki alvarlegar afleiðingar haftastefnu sinnar fyrr en allt er orðið of seint. Þeim Steingrími tókst að fæla Google og Microsoft frá landinu og sérstaklega ætlunarverk sitt, að Helguvíkur- framkvæmdirnar fengju að bíða árum saman, þar sem átti að framleiða ál fyrir vondu karlana. Vonandi tekst að koma Neðri- Þjórsá í rétta áætlun aftur fljótlega. Gufuaflsvirkjanir munu sveiflast til, líka eftir jarðhræringum ýmiss konar, holur opnast og lokast. En Þjórsá flæðir sem aldrei fyrr, m.a. vegna blessaðs hitnandi veðurfarsins.

Nýtum tímann 

Nýtum það vatnsafl til stórvirkja í friði og spekt eins og samþykktar áætlanir höfðu gert ráð fyrir áður en þær lentu í læstu skúffunni hennar Svandísar. Nýtum jarðhitann í nágrenni Reykjavíkur helst fyrir borgina, svo að áfram verði ljúft að búa þar, þrátt fyrir borgar-óstjórann. En aðallega, nýtum tímann meðan vinstri haftaöflin eru fjarri stjórnataumunum, þannig að undið verði ofan af þeim vandræðum sem þau skópu.


mbl.is Allt gert í sátt við náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari framtíðar

ESB sammala
Enn finnast Evru- hrunsinnar eins og Guðmundur Steingrímsson, sem tala  fyrir þann hluta þjóðarinnar sem les bara Fréttablaðið og hlustar á RÚV:  „...margir teldu að þjóðin myndi njóta góðs af því að taka upp Evru sem gjaldmiðil, þ.e. að taka upp stöðugri gjaldmiðil.“!
 
Heldur einhver virkilega að þjóðin gæti tekið upp Evru: gengið í ESB, uppfyllt Maastricht, verði samþykkt sem Evruland með bankasamruna, fjárhagslegan samruna og jafnvel pólitískan, tekið á sig skuldir hruninna Suður-Evrópuríkja og yfirleitt afhent yfirstjórn fjármála til Brussel? Eða þá að Evran sé stöðugur gjaldmiðill? Af hverju er þá reynt að bjarga henni? Frá hverju, sjálfri sér?
 
Óraunsæi virtist vera á útleið, en augsýnilega eru einhverjir enn í sínum helli eins og Japani í lok seinni heimstyrjaldar, tilbúinn með byssuna og niðursuðudósirnar sínar, verjandi málstaðinn þar til enda, þótt friður sé löngu kominn á.

mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð: Kvikmynd

Kinaraudur kjollÞetta örljóð varð til áðan (sjá ramma) um konu í Kínarauðum kjól.

Ljod IP Kvikmynd

 


mbl.is Ekkert nema aðhaldsföt á rauða dreglinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama fylkingin vill flugvöllinn burt

Gisli Marteinn Bertarinn

Samfylkingin nær áfram að stjórna borginni með því að halda uppi vanhæfum borgarstjóra og hans gengi, en ekki síður með dyggum stuðningi Gísla Marteins Baldurssonar & Co, sem styður jafnan hverja Skandinavísku- reiðhjóla- sósíalista tillöguna af annarri sem upp kemur, eða býr þær til. Þannig viðhelst vanhæfis- fyrirkomulagið í stjórnun borgarinnar, þar sem ekki þykir fínt að vera með skipstjóra á skipinu eða að aka bílum á götum borgarinnar. Machiavelli hefði verið stoltur af þessum stjórnarháttum.

Landsfundur og borgin

Bara það að nefna Löngusker sem flugvallarkost upplýsir um þann uppátroðslu- ídealisma sem tröllríður borginni og áður landsmálunum. Þremenningarnir sem taka þátt í þessum farsa ættu aðeins að hugsa mál sitt betur. Hvað um afgerandi Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins um flugvöllinn? Skiptir hann ekki máli frekar en í Icesave?

Stefna hvers? 

Hvað þarf Gísli Marteinn að gera til þess að fólk sannfærist um þá staðreynd að stefna hans og Samfylkingar (og þar með Besta flokksins) sé ein og hin sama? Nú tekst honum, Áslaugu og Þorbjörgu Helgu kannski að tryggja að þessi aðalskipulags- hörmung verði að raunveruleika, sem við þurfum síðan að berjast við næstu áratugina.

Vaknaðu, kjósandi! 

Vonandi vaknar hinn venjulegi kjósandi til athafna (en ekki bara upp við vondan draum) og lætur heyra í sér um þetta aðalskipulag. Fyrst þremenningarnir beita ísköldu mati, þá verður að beita því á móti. Ekkert elsku mamma.

 

 

 


mbl.is Fagna tillögu að aðalskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband