Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Áramótabrennum frestað?

Áramótabrennum hlýtur að verða frestað eins og flugeldasýningum í Brussel eða jólum Kastrós forðum ef marka má spárnar um áramótaveðrið eftir sólarhring. Kortið sýnir líklega stefnu eldglæringannaAramotabrennur 2007 í SA eða SSA átt, sem liggur yfirleitt yfir byggð. Veltu því fyrir þér hvort vel hífaður, skotglaður nágranni þinn (suðaustan við þig) muni hætta við að skjóta úr hnallþórukökunni sinni á áramótum. Búast má því við tívolíbombum við gluggana og á planið þetta árið. Höfum vatnsföturnar tilbúnar heima!


mbl.is Árlegri flugeldasýningu aflýst í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á nöglum í rokinu

Nagladekkin sanna sig núna, enda ófært fyrir loftbóludekkjafólkið og aðra í asahláku og hávaðaroki. NagladekkÞau sem bregða sér aldrei út fyrir saltaðar aðalgötur Stór- Reykjavíkursvæðisins skilja trauðla hvernig það er að vera naglalaus eins og belja á svelli í rokinu. Verið getur að hlýnandi veðurfar þýði einmitt meiri þörf á nagladekkjum á veturna en áður, þar sem hitastig sveiflast þá mikið um núllið, ís og regn skiptist á og blautur ís því algengari, en þar ráða nagladekkin ríkjum. Hve margir ætli hafi látið lífið eða örkumlast af því að þau voru blekkt til þess að taka bílinn sinn af nöglunum?

Svifrykið er sér- vandamál sem á að leysa með betri hreinsun og skýrari reglum, en nagladekk á ekki að banna frekar en snjóskóflur.


mbl.is Vindur yfir 90 metrar á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góði Gyllti áttavitinn

Kvikmyndin Gyllti áttavitinn kom skemmtilega á óvart, Gyllti attavitinn stulkanspennandi og full ævintýra. Við sáum hana í gær í ísköldum sal Háskólabíós. Myndin byggist vel upp á trúverðugan hátt, þannig að athyglinni er vel við haldið. Ekki spillti fyrir að heyra íslensku talaða: „Miðið á hálsinn“ og salurinn hló. Hann hló að vísu líka þegar karldýrið spyr stelpuna „viltu ríða á mér?“, en það var varla ætlun þýðandans. Annars þýddi systir mín, Anna Heiða Pálsdóttir þessa bók fyrir sjö árum og síðan þær tvær sem á eftir komu í þríleik Phillip Pullmans og gefnar hafa verið út á íslensku sbr. þessa vefsíðu.

Gyllti attavitinnDóttir mín varð svo spennt eftir myndina að hún vill strax klára að lesa Gyllta áttavitann (sem útskýrir framhaldið) og lesa síðan Lúmska hnífinn. Ef bækurnar eru jafngóðar og myndin, þá eru þær eflaust hin besta skemmtun.


Smá- jólabylur

Fátt er skemmtilegra en að velkjast í byl. Joladagur fjallaskidiSeinnipart jóladags tók að hvessa og þá voru fjallaskíðin dregin fram og óveðurssettið líttnotaða. Gamanið var mest við sjávarsíðuna þegar á móti blés í snjókomunni af sjónum og fór að dimma, einskonar Hannesar Hafstein- tilfinning. Næst verð ég að láta skilja mig eftir einhvers staðar á heiðum, með gervihnattasíma, GPS- tækið góða, litla NMT- símann, harðfiskinn vestfirska, Gvendabrunnavatn og tíma til að koma mér til byggða. Eins gott að einhver ykkar kaupi flugelda hjá björgunarsveitunum en ekki alveg öll hjá KR eins og ég geri. Eða kannski koma KR- ingar að redda mér þegar ég hringi!


Mars hverfur sjónum

Nú sjá næturhrafnar Mars hverfa á bak við tunglið. Hér eru myndir af því rétt áður en það gerist og svo önnur þar sem Mars hvarf í litrófinu.

MarsTungl sky koma2


mbl.is Jólatungl í fyllingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólatungl í Reykjavík

Tunglið var myndarlegt áðan, enda nálægt fyllingu. Rosabaugur myndaðist um það, þar sem lægð er á leiðinni, en þessi mynd sýnir þó aðeins tunglið og jólin hér í nágrenninu.

Gleðileg jól, öllsömul!

Jólatungl i Reykjavík


Lokasetning á Balí

Hr. Friday frá Granada var öllum lokið núna áðan, í lok föstudagsins á Balí. Hann sagði lykilsetningu ráðstefnunnar: 

"We are just very disappointed at this stage. We are ending up with something so watered down there was no need for 12,000 people to gather here in Bali to have a watered-down text. We could have done that by email”.

Lauslega þýtt: 

„Við erum mjög vonsvikin á þessu stigi. Við sitjum uppi með nokkuð svo útþynnt að það var þarfleysa fyrir 12.000 manns að safnast saman hér á Balí til þess að hafa aðeins útvatnaðan texta í hendi. Við hefðum getað náð þessu með tölvupósti.“

 Hér læt ég fylgja sáttaleiðirnar í þessu máli (ýtið þrisvar á myndina):

 Bali Maze 2007


mbl.is Góður árangur í viðræðum á Balí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt árangursleysi á Balí

Loks er Balí ráðstefnunni lokið og við getum prísað okkur sæl vegnaVinnur Kapítalið? árangursleysis ídealistanna. Gore talaði út í eitt í klukkutíma yfir 10.000 fulltrúum (eða þeim sem eftir voru) þessa tæpu 190 landa um það hvernig ástandi sé og hvað verði að gera, en 10 daga ráðstefnan var að vísu einmitt til þess arna og aðrar ráðstefnur voru haldnar víða um heim í haust til þess að undirbúa texta að aðgerðaáætlun sem harkað yrði um á þessum maraþonfundum, en allt kom fyrir ekki.  Jafnvel þó að Gore hafi sagt að fundarmenn séu tákn siðmenningarinnar heimsins.  Hann  notaði tækifærið og réðst aðeins gegn sinni eigin þjóð, Bandaríkjunum (sem greiðir  22%  ráðstefnureikningsins), þótt aðrar stórþjóðir væru sammála  BNA. Ert þú sjálfboðaliði?

Ákveðið að við borgum meira

Árangur náðist þó á nokkrum sviðum, skv. fréttum Bloomberg. Samkomulag náðist um meðferð sjóðins sem myndast hjá Losunarkvótaverslun Sameinuðu Þjóðanna. Styrkir til þróunarlanda verða greiddir, til þess að hjálpa þeim að aðlagast áhrifum heimshlýnunar, ss. flóða og þurrka. Einnig var ákveðið að efla þá sjóði verulega sem færa þróunarlöndum tækni til nýtingar á hreinni tegundum orku, t.d. með vindrafölum. Ætli Kína og Indland fái þá eitthvað, greyin? 56%  aukningar á losun gróðurhúsalofttegunda heimsins mun víst koma frá þeim tveimur.Dauða yfir heimsveldisstefnunni

Fundir í fleiri ár

Semsagt, áfram verður haldið og fundað árum saman til þess að fundaskriðdrekinn hjakki út um lönd og skjóti út Nóbelsverðlaunum af og til, svo að heimspólítíkusar fái réttlætingu á tilverurétti sínum. Ákveðið er að auka framlög verulega frá þróuðum ríkjum með lítinn hagvöxt og takmarkanir á losun, til þróunarlanda með hratt vaxandi hagvöxt og ótakmarkaða losun. Skynsamlegt, ekki satt!

(Myndir úr bókinni „The Bolshevik Poster“ eftir Stephen White)

 

 

 


mbl.is Loftlagsráðstefnu SÞ lýkur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annars hugar á Balí

Á Balí heyrist nú helst í talsmönnum kauphallanna og kvótabraskaranna (sbr. Gore með sitt fyrirtæki), UNFCCC Bali panelsem láta nú heyra verulega í sér með það að við verðum að samþykkja afarkosti þeirra, því að annars fellur 30 milljarða dollara (óýkt!) kvótabisnissinn þeirra verulega. Kvótaverðið eftir morgundaginn virðist munu falla svo mikið að ýmsir spákaupmannanna sem hafa gírað verðið upp í loft geti orðið félausir. Mikil synd!

 

Kvótamarkaður í uppnámi

Ræðumaður á loftslagsráðstefnunni á Balí segir á myndbandi mbl. í fréttinni: „Við þurfum að setja verð á kolefnið. Þá sköpum við hvata til þess að hegða okkur í vinsemd við loftslagið. Þá látum við mengunaraðila greiða fyrir losun þeirra. Þess vegna þurfum við að skapa hnattrænt kerfi um verslun kolefnisins og koltvísýringsskatta.“ Hverjir eiga að greiða þetta? Við Íslendingar! Ekki af því að við séum mengunaraðilarnir, heldur af því að helstu losunaraðilar koltvísýringsins ætla ekki að binda hendur sínar sjálfviljugir, en við viljum óð og uppvæg fá að greiða reikninginn, jafnt fyrir iðnríkin og fyrir þróunarlöndin.

Engin einn má koma í veg fyrir samninginn!

Mbl. segir m.a.: Eitt helsta deiluefnið á loftslagsráðstefnunni er hvort iðnríki eigi að stefna að 25-40% samdrætti í losun gróðurhúsloftegunda fyrir 2020 miðað við frá árinu 1990. Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra,  segir iðnríki þurfa að taka forystu í málinu og að þróunarríki þurfi að koma að borðinu með einhverjum hætti. Hún bætti við að flestir séu sammála um það að allir verði að takast á við vandamálið og að „enginn einn megi koma í veg fyrir að samkomulag náist.“

Af hverju ekki? Er þetta ekki frjáls heimur? Ef rök eins aðila eru óhrekjanleg og tekið er mark á þeim, þá ætti hann að koma í veg fyrir samkomulagið.

Sakomulag um að hinir eigi að greiða reikninginn

Iðnríkin taka ekki forystu í málinu, þvert á móti. Langstærstu losunaraðilarnir verða ekki með í þessu, hvorki iðnríki né þróunarríki.  Ísland var ekki iðnríki og mengunaraðili að þessu leyti og hefur ekkert að gera í þessum hópi. Þessi 25-40% lækkun frá 1990 losunarstigi er
UNFCCC losun Ísland ofl skyrtút í hött fyrir Ísland, sem var rétt að komast af stað í hagvexti á þeim tíma og er loksins að ná örlitlu flugi núna, en hefur samt enn lágar losunartölur.

Vefurinn UNFCCC.org

Öllum er hollt að kíkja inn á þennan tengil SÞ hjá loftslagsnefndinni, UNFCCC.org. Prófið að setja Ísland gagnvart uppáhalds- viðmiðunarlandi ykkar um losun. Athugið að kvótakerfið nýja byggir á þessum tölum eins og veiðireynsla gerði fyrir árið 1984 hjá okkur með miðin. Ef litið er á meðfylgjandi töflu um losun á CO2 ígildi, takið þá eftir nokkrum fyrrverandi UNFCCC Estonia Iceland 1990 2005austantjaldslöndum sem mokuðu kolaryki og alvöru mengun upp árið 1990 um fall Sovétsins. Þau eru nú með töglin og hagldirnar, fyrst við vorum þá þegar svo hrein, þannig að íslenskir framleiðendur gætu endað með að greiða þessum þjóðum eða kolaverum fyrir kvóta á næstu árum, ef  Þórunn, Anna, Hugi og Co. hafa sitt fram.

Krækiber í helvíti

Tökum annað dæmi: Ísland 1990 og Kanada sama ár, UNFCCC Kanada Island 1990-2005síðan bæði löndin árið 2005. Við jukum koltvísýringslosun Íslands nokkuð meira en Kanada, þannig að prósentumunur landanna fór úr rúmu 21 þúsund prósenti í rúm 20 þúsund prósent árið 2005. Losun Íslands er svo sáralítil að allar prósentur eru fáránlegar. Þótt ég hafi fengið mér eina karamellu árið 1990 og 1,33 karamellu árið 2005 (neysluaukning upp á 33%), þá er ég ekki nammigrís sem úðar í sig heilu sekkjunum og er settur í straff vegna þeirra, fyrir utan það að heilu sælgætisverksmiðjurnar væru stikkfrí. 

Árið 1990 var um 205.000% munur á CO2 losun Íslands og Evrópusambandsins. Sá munur var kominn niður í um 148.000% árið 2005. Þetta segir ekkert nema að það væri með endemum ef við fengjum á okkur takmarkanir vegna koltvísýringslosunar sem rúmast auðveldlega inni í mælingarskekkju margra landa.

Við skulum bara vona að þessi Balí- markmið náist ekki, því að þá er spilaborgin fallin:

UN top climate official Yvo de Boer: He explained that many of the outstanding issues taken into the high-level segment had been linked to each other, thereby creating an "an all-or-nothing situation," and that if the work on a future agreement was not completed in time, then "the whole house of cards falls to pieces."

Sanngirnisskortur

Það er rétt viðurkennt hjá Þórunni umhverfisráðherra Íslands (f.h.heimsins) í ræðu hennar á Balí, hana virðist vanta þekkingu, sýn, sanngirni, kjark og nauðsynleg úrræði til þess að taka á þessu máli.

Stundum er besta ráðið að gera alls ekki neitt. Ég legg til að það verði gert í þessu.

 

 

Nokkrir áhugaverðir tenglar um málin fylgja:

China Says Look Beyond Self-Interest on Climate (Update1)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601170&refer=home&sid=a1S5lK3BeaRw

Bali Emissions Goal May Be `Too Ambitious,' Ban Says (Update3)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601170&refer=home&sid=a95YZNvgaIiY

U.S. Resists Calls for Pollution Reduction, Threatening Bali Climate Talks The U.S. is resisting calls from the European Union and developing nations to commit to cutting greenhouse-gas emissions blamed for global warming, threatening progress on a new accord to fight climate change.

Germany Pushes Greenhouse Gas Cuts as RWE Builds Three Coal-Fired Plants German Environment Minister Sigmar Gabriel is promoting a plan to cut emissions blamed for global warming by 40 percent at this week's climate talks in Bali, Indonesia. At home, RWE AG is building three power plants fired by coal, the fuel that produces the most greenhouse gases.

China Says Nations Should Set Emissions Targets, Look Beyond Self-Interest China, the world's fastest-growing major economy, said nations should look beyond their financial self-interest and set emission limits, to ensure efforts to curb climate change aren't interrupted.

Saudi Arabia Seeks Cut in Greenhouse Emissions, Not Oil Use, Al-Naimi Says Saudi Arabia plans to focus on cutting harmful emissions from fossil-fuel use, instead of lowering oil consumption, as part of the global drive to curb climate change, Oil Minister Ali al-Naimi said.

Brazil Chides U.S. on Kyoto, Decries Ethanol Barriers at Climate Meeting Brazil's Foreign Minister Celso Amorim, speaking at a United Nations meeting on climate change, criticized the U.S. for its refusal to join the greenhouse-gas emissions limiting Kyoto treaty.

Canada Is `Not Helpful' at Bali Climate Talks, Opposition Leader Dion Says Canada's contribution to United Nations climate change talks in Bali, Indonesia, hasn't been helpful, and the nation needs to build momentum to cut greenhouse gas emissions, opposition leader Stephane Dion said.


mbl.is Bandaríkjastjórn gagnrýnd á Balí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum okkur ekki blæða út á Balí

Eiriksjokull IPVið Íslendingar munum ekki breyta neinu um hitastig jarðar, hvort sem við grípum til róttækra aðgerða eða sleppum því. Þetta staðfesti íslenskur yfirmaður Kvótaverslunar Loftslagsins, Halldór Þorgeirsson á fundi hér heima í haust, þegar hann sagði (ef ég man nákvæmlega) að möguleikar Íslendinga til þess að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa væru svo til fullnýttir miðað við umheiminn, enda er raforkuframleiðsla helsta losunarleið manna á koltvísýringi. Munurinn á „hverfandi“ og „núll“ losun skiptir engu máli, en veldur því að Ísland þarf að blæða fyrir starfsemi iðnbyltingarvelda frá árinu 1900, þegar við löptum dauðann úr krákuskel. Við ættum því víst að greiða eins og gömlu iðnveldin 80% tjónsins en nýju iðnveldin 20%, ef þau fengjust til þess, skv. tillögunum á Balí.

Engar líkur á takmörkun langstærstu aðilanna

Raunar er þetta allt stormur í vatnsglasi hjá hinum 178 SÞ þjóðunum á Balí, því að yfir 80% allrar koltvísýringslosunar manna kemur eða mun koma frá Bandaríkjunum, Kína, Indlandi og Indónesíu (sem brennir skóga sína). Ekkert þessara ríkja er nálægt því að samþykkja „Kyoto II“ eða neins konar rammasamkomulag um það, sérstaklega þegar tölur um milljarða dollara álögur tóku að birtast á Balí.

Rakið reikningsdæmi

Reikningsdæmið varðandi Ísland er nokkuð ljóst. Losunin er: Hverfandi x núll x sáralítið = örfá milliprósent. Ég skal útvega tölurnar ef einhver vill. Jafnvel 50% breyting á lifnaðarháttum okkar myndi engu breyta. Umhverfisráðherra vill samt þurrmjólka okkur í áratugi, bara svona „symbólískt“ eða til að „vera með“ og „sýna samhug“. En við sem lifum í raunheimum og þurfum að borga reikninga vegna alvöru kostnaðar heimavið en viljum njóta heitara lands, hljótum að krefjast þess að kosnir fulltrúar okkar gæti hagsmuna ríkisins Íslands og samþykki ekki þessar ósanngjörnu álögur. Ekkert Kyoto II, takk!

Veður og styrjaldir eru ekki okkur að kenna 

Loftslagsbreytingar eru ekki Íslendingum að kenna, en þær hafa afleiðingar, hverjar svo sem orsakirnar voru. Heilu þjóðirnar verða að gera sér grein fyrir því að þær þurfa að flytja sig til. Regnskógasvæði miðbaugs víkkast t.d. út og fer því heita og þurra svæðið norðan við það enn norðar. Marokkóbúar flykkjast nú þegar til Spánar. Eþíópía veldur ekki mannfjölda sínum. Veðurfarsbreytingar hafa aldrei gengið þrautalaust, heldur  nær alltaf endað með fólksflutningum, stríðum og byltingum.

Engar réttmætar lausnir finnast, þar sem milljónir manna þurfa að færa sig til. Því er mikil blessun að hlusta á rokið og rigninguna berja á glugganum, því að hún færir okkur lífið.


mbl.is Líklega farið yfir hættumörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband