21.12.2019 | 15:29
Vandræði breytast í krísu
Nú reynir á Plan B hjá Veitum vegna heita vatnsins, sem þegar var í lágri stöðu vegna vandræðagangs, áður en óhappið átti sér stað. Afleiðingarnar eru því líkega verri en ella hefði orðið.
Þetta minnir á þá staðreynd, að flest flugslys verða vegna þess að viðvarandi slakt ástand er látið halda áfram, en síðan kemur óhapp sem verður að slysi fyrir vikið.
Hvert fer arðurinn?
Veitum er ekki vorkunn að standa í þessu núna. Viss heppni er að frostið skuli vera vægt. Hugurinn leitar til þess, hvert hagnaður af rekstri hitaveitu í Reykjavík hefur farið og þess til hvaða ráðstafana hefur verið gripið í varúðarskyni. Skiptir máli að tönkunum í Öskjuhlíð var breytt í ýmiss söfn? Var fjárfest í nægum dælustöðvum til þess að mæta aukinni notkun, uppbyggingu og þrýstingsfalli? Mig grunar ekki og að Dagur & Co hafi notað hagnaðinn í að fegra óendanlega skuldasöfnun þeirra í Reykjavíkurborg.
En sjáum til hver sannleikurinn er um hvíta sykurinn.
![]() |
Heitavatnslaust í Vesturbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2019 | 11:38
Hitaveitan situr á hakanum
Veitukerfin gefa sig hvert af öðru þessa dagana. Landsvirkjun safnar peningum fyrir pólitíkusa, en Landsnet er svelt af framkvæmdafé, þannig að afhendingaröryggi rafmagns er verulega skert þegar á reynir. Hér í Reykjavík er ekki aðeins óreiða á götum ofanjarðar, heldur er hitaveitan (Veitur) orðin afspyrnuslöpp. Þar á bæ virðist fólk ekki gera ráð fyrir þeim vexti sem var spáð fyrir löngu síðan, eða því að frostakaflar komi að vetri.
Slappleiki
Þegar hausta tók, þá varð ég að gæta þess að fara í sturtu fyrir klukkan sjö á morgnana hér í Skerjafirði, til þess að fá almennilegan kraft í hana áður en flestir færu í gang, eins og á litlu hóteli á Spáni. En nú er svo komið að þrýstingur heita vatnsins er alltaf lágur, raunar svo að bílskúrinn helst rétt frostfrír eftir að kólnaði að ráði. Það er víst ekkert miðað við Kórahverfið, þar sem heilu íbúðirnar kólna niður svo að óvært er þar inni.
Undarleg svör
Svar Veitna við þessari vanhæfni er mikil notkun. M.a. sé eilífðarmál að halda kerfinu við og stækka það. Mikil uppbygging, þétting byggðar og hótelbyggingar noti ansi mikið. Tvær nýjar dælustöðvar (sem Veitur eiga í vandræðum með) séu liðir í að auka getu kerfisins. Upplýsingafulltrúi Veitna lýkur svo þessum skýringum með því að segja mikilvægt að Íslendingar sói ekki heitu vatni. "Það er mikilvægt að allir fari vel með heita vatnið. Þetta er auðlind sem við eigum að ganga vel um".
Ábyrgð
Ótrúlegt er hvernig veitufyrirtæki líta á hlutverk sitt. Þau eiga bara að standa sig og allur sá fjöldi sem vinnur þar. Ef skortur á heitu vatni er að verða vandamál í Reykjavík, er það þeim að kenna sem hefur yfirstjórn á þeim málum. Hver skyldi það nú vera, sem kannast aldrei við ábyrgð sína? Ég bara spyr.
![]() |
Kuldakast í Kórahverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2019 | 10:31
Hagkvæmast að bæta flugvöllinn
280 milljarðar króna er á við heila götu af Landspítulum, en vinstri meirihlutinn vill moka þeirri framtíðarskuld í gerð flugvallar í Hvassahrauni. Ómar Ragnarsson hefur réttilega barist fyrir því í langan tíma að lengja austur- vestur brautina á Reykjavíkur- flugvelli út í sjó fram, sem er tiltölulega einföld og ódýr aðgerð, miðað við flest annað. Réttast er að sammælast um þá ráðstöfun og að gera Egilstaðaflugvöll (eða Akureyri) að góðum alþjóðlegum varaflugvelli til framtíðar, þá eru þau samgöngu- og öryggismál í góðum gír áfram.
Dagur & Co í Reykjavíkurborg geta ekki látið eins og þau hafi umboð til þess að eyða tekjum næstu kynslóðar í gæluverkefni þeirra, að færa tekjustofna borgarinnar til annarra sveitarfélaga á silfurfati. Lóðagræðgistefna þeirra er nær gjaldþrota, enda er kostnaður hvers fermetra þá orðinn slíkur, að einungis blokk (illseljanlegra) lúxusíbúða getur borgað hann. Auk þess ætla þau að fylla alveg upp í fallega vík Skerjafjarðar í græðginni að taka völlinn í burtu. Nú er mál að linni.
![]() |
Hvassahraun ekki arðbært |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2019 | 11:10
Milljarðamoksturinn heldur áfram
Orðatiltækið að vinna út í eitt hefur fengið nýja merkingu á höfuðborgarsvæðinu núorðið, þar sem langflestir vinna og borga skatta sem fara í eitt prósent fjöldans. Það á sérstaklega við um hjólreiðaáráttu vinstri meirihlutans í borginni. Mörg þúsund milljónir króna fara núna í aðgerðir til reiðhjólaaksturs sem bætir kannski við einu
prósentustigi í þann fararmáta, á meðan þeim fjölgar sem stíga aldrei á reiðhjól. Mest fer þó í þann flokk frá gangandi vegfarendum, sem ákveða að stíga á hjól í staðinn. Bílaflotinn eykst og heldur sínu hlutfalli, eyðslugrennri og öruggari en áður, en ferðatíminn eykst vegna þess að samgönguféð fer í annað.
En verst af öllu er að vinna út í ekki neitt, en það er blóðpeningurinn sem fer í úrelta ferðamátann strætó, sem heldur sér í sínum fjórum prósentum, þrátt fyrir óendanlega sóun í það ginnungagap á síðustu árum. Ekkert bendir til þess að höfuðborgarbúar sem heild vilji breyta samgöngumáta sínum og er það vel. Fróðlegt er að rýna í niðurstöður Gallup- kannanna um ferðavenjur fyrir sveitarfélögin, en þar sést vel hve miðbærinn er ólíkur hinum ýmsu hverfum og bæjarfélögum. Dagur & Co halda umræðunni um miðbæ Reykjavíkur, en langflestir ferðast um hin ýmsu hverfi borgarinnar og nágrennis. Raddir þess fólks þurfa að heyrast.
Ef við tökum Grafarvog og Grafarholt sem dæmi, þá ferðust 80% fólksins á einkabíl árið 2017, sem er aukning um 3 prósentustig frá 2014. Fótgangandi fækkaði um eitt prósentustig (í 11%) frá 2014 könnuninni, en hjólandi fjölgaði um eitt á móti (í 4%). Strætófarþegum fækkaði um þriðjung, niður í 4%, sem virðist vera lögmálsprósenta strætóflutninga.
Strætóaðgerðina Borgarlínu og milljarða í reiðhjólaferðir verður að endurskoða og færa aðgerðirnar í göturnar sjálfar, þar sem allir bílar þurfa að komast um á greiðan hátt. Vinnum og borgum í þjónustu fyrir þorra manna, ekki sítalandi elítuna sem eyðir peningum okkar æ meir út í andrúmsloftið.
![]() |
Hlutfall hjólandi jókst um 1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2019 | 23:53
ESB/EES- sinnar kátir hér og í Bretlandi
Nýleg herfræði ESB- sinna á Íslandi borgaði sig sannarlega, að umvefja EES- samninginn sérstakri ástúð, þegar sýnt var að ESB- umsókn yrði ekki á dagskrá í bráð. Þriðji Orkupakkinn í höfn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur sammála um að regluveldi Brussels sé eftirsóknarvert og Viðreisn / Samfylking dansandi á gröf sjálfstæðisins.
Á sama tíma vill líka svo til að ESB- sinnum Bretlands tókst að knésetja Boris Johnson forsætisráðherra í einbeittri sókn hans til sjálfstæðstæðis landsins þann 31. október nk., út úr ESB.
ESB klýfur
Evrópusamband krata, sem hefur tekist að kljúfa í tvennt flesta stjórnmálaflokka vestrænna landa, heldur áfram köngulóarvefs- stefnunni, að líma þjóðríkin föst í regluveldi sem verður ekki undið ofan af. Reynslan er ægileg, en ábati kerfissinna í samtökum, ráðuneytum og ríkisfyrirtækjum er framar vilja þjóðanna, sem um frjálst höfuð vilja strjúka.
Hægri kraftur
Skiljanlegt að flokkar með skýra hægri stefnu vinna á í flestum ríkjum Evrópu. En betur má ef duga skal.
![]() |
Stjórnin undir í Brexit-atkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2019 | 10:04
Verstir þegar mest á reynir
ESB íhugar viðskiptaþvinganir á Ísland vegna makrílveiða okkar. Valdi verði beitt, þrátt fyrir að réttur Íslendinga til veiðanna sé augljós hverjum þeim, sem skoðar tölurnar. Valdi ESB verður ekki beitt gegn Rússum, heldur fórnarlambinu, Íslandi, sem þjáist af viðskiptaþvingunum gegn Rússum, en ESB atti Íslendingum einmitt út í það fen að samþykkja þær.
Sárin sleikt
Ekki nóg með það að Ísland sleiki sárin eftir þær ESB- stýrðu aðgerðir, sem rústuðu markaðssetningu okkar á makríl til manneldis, þá ætlar þessi Evrópukrataklíka að láta Ísland fá smánarhlut í makrílveiðinni, sem miðast við veiðar ESB í gamla daga, þegar makríllinn var ekki hér við land. Nú étur hann milljón tonn í íslenskri landhelgi, en það er víst ekki nóg til þess að við megum veiða réttlátan hluta heildarinnar.
Uppgjörin framundan
Utanríkisráðuneytið þarf að gera sér grein fyrir því, að brátt sverfur til stáls við ESB vegna þessa mála og fjölda annarra, eins og í uppgjöri ESB við Bretland. Eftirgjöfinni sem tíðkast í ráðuneytinu og kristallast í Orkupakkamálinu verður að linna, svo að Ísland megi um frjálst höfuð strjúka, við óumflýjanlegt hrun hugmyndafræði Evrópusambandsins.
![]() |
Ræða viðskiptaþvinganir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.7.2019 | 19:01
Alvara á hæsta stigi
Fimm börn með E-kólí eitrun frá einu svæði hlýtur að teljast grafalvarlegt og hvað þá nú, þegar þau eru orðin tíu talsins eftir amk. 8 daga frá fyrsta smiti. Þegar svona gerist, t.d. í Bretlandi er bókstaflega öllu snúið við og teymi sett í að þrengja að uppruna vandræðanna. Sameiginlegi þátturinn hlýtur að fara að skýrast, enda á leitin að fara eftir alvöru málsins.
Óþægindi víkja fyrir nauðsyn
Hugsunin um það, hvaða óþægindi eða álitshnekki leitin að smitinu skapar fyrir einhverja aðila má aldrei vega það þungt, að enn fleiri börn nái að smitast vegna frekari tafa. Setja þarf sérstakan kraft í það að þrengja þetta niður nú þegar. Hér þarf verulega ákveðni heilbrigðisyfirvalda, þar sem skaðinn getur orðið varanlegur fyrir viðkomandi.
![]() |
Tíu börn smituð af E.coli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2019 | 09:25
86% fleiri vilja flugvöllinn í friði
Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið sýnir afgerandi stuðning fólks við áframhaldandi starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Af þeim sem tóku afstöðu eru 65,1% andvígir "flutningi" hans en 34,9% með því að hann fari. Því eru rúm 86% fleiri hlynntir veru flugvallarins en þeir sem vilja leggja hann niður.
Skýrum niðurstöðum snúið við
Halda mætti að erfitt sé að snúa út úr þessum einföldu niðurstöðum. Þó tekst Fréttablaðinu það í dag með dæmigerðri falsfrétt á forsíðu blaðsins, þar sem skífurit sýnir gagnstæða niðurstöðu. Síðan er talað við Gísla Martein um furðukenningar hans um skipulagsmál og hann nefnir að yngsti hópurinn vilji völlinn burt, þegar raunin er að þeim einum sem hópi er alveg sama: innan skekkjumarka, þriðjungur með, um þriðjungur á móti og sá síðasti er hlutlaus.
Fólk vill ekki völlinn burt
Þrátt fyrir að þessi stuðningur við veru Reykjavíkurflugvallar sé ítrekaður í hverri könnuninni af annarri árum saman er tíma og peningum okkar sóað án afláts í rannsóknir og eilífðarumræður, í stað þess að laga aðalskipulag Reykjavíkur strax að þeirri staðreynd að völlurinn er kominn til þess að vera, sama hvað Samfylkingarfólki í miðbænum finnst um það.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.6.2019 | 10:52
Stjórnin sveik kjósendur sína
Hví fóstrar ríkisstjórnin andstæðinga sína, en svíkur vilja kjósenda sinna í orkupakkamálinu, sem viðhorfskönnun MMR í byrjun maí sýnir skýra andstöðu þeirra við málið?
Kjósendur VG og Framsóknarflokksins standa amk. tveir á móti einum gegn samþykkt Þriðju orkutilskipunar ESB. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru að sama skapi 90% fleiri á móti heldur en fylgjandi orkupakkanum.
Samfylkingarnar, Samfylking og Viðreisn fylgja ESB- orkupakkanum alla leið til Brussel: Kjósendur Samfylkingar yfir 4 á móti einum og Viðreisnar 2,5 á móti einum. Meira afgerandi getur það varla verið. Því er óskiljanlegt af hverju ríkisstjórnin fóstrar þessa nöðru við brjóst sér eins og Róm gerði forðum.
Hver og einn kjósandi Miðflokksins (100%) stendur gegn Orkupakkanum skv. þessum niðurstöðum MMR.
Sjálfstæðisflokkurinn hunsaði ekki aðeins vilja kjósenda sinna, heldur réðst að grasrót sinni með offorsi, á meðan formaðurinn dró sig algerlega úr þeim bardaga vegna fyrri yfirlýsinga um andstöðu við orkupakkann. Þar að auki er látið eins og aldur kjósendanna hafi einhvert með þetta að gera, en svo er ekki: jafnvel niðurstaðan yfir allt (þmt. Samfó- flokkarnir) er sú að 18-29 ára eru 47% fleiri á móti Orkupakkanum en fylgjandi honum.
Ef stjórnarflokkarnir eru ákveðnir í að fylgja þessu Hara-Kiri áfram allt til loka, þá verða þeir að horfast í augu við afleiðingar þess. En undirliggjandi ástæða þessarar aðgerðar er flestum hulin og lýsi ég hér með eftir henni.
![]() |
Menn hafi hugsað sinn gang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.5.2019 | 09:39
80% nær aldrei með Strætó
80/20 reglan sannast ærlega með Strætó. 80% fólks ferðast nær aldrei með þeim, en borgar ærlega fyrir þau 20% sem nota Strætó eitthvað, og sérstaklega fyrir 3% elítuna sem notar strætó daglega.
Áætlun sem hrundi algerlega
Átakið mikla frá árinu 2011, að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu með því að sleppa vegaframkvæmdum en moka þúsund milljón krónum á ári í Strætó til þess að þrefalda notkunina hefur gersamlega brugðist. Enginn finnst þó ábyrgur fyrir þessu risaklúðri, heldur stefna sömu aðilar í tíu sinnum meiri sóun í Strætó með nýju nafni, Borgarlínunni.
Þrengt að bílnum
Íslendingar vilja ferðast með bílum, enda eru um 80% ferða farnar með þeim daglega, en 3% með Strætó. Bílaeign snarjókst nýverið með bættum hagvexti og fólk vill nota þessa bíla, þrátt fyrir alræðisaðgerðir meirihluta Reykjavíkurborgar með sína úreltu austantjalds- samgönguhætti. Dagur & Co hunsar gersamlega þá hröðu þróun sem á sér stað með t.d. Uber og Lyft, eða auknu bílaeignina og ferðamáta túristanna, sem leigja bíla af bílaleigum. Ráðandi aðilar virðast halda að rafmagnsbílar noti ekki vegi eins og aðrir bílar.
Lagið vegina, ekki stífla þá!
Staðreynirnar öskra á mann: lagið umferðina með bættum vegum og bílastæðum. Fækkið ekki akreinum fyrir Borgarlínu. Hugsið um fleiri en Strætó- elítuna. Ekki er umhverfisvænt að aka hálftómum risatrukkum hring eftir hring allan daginn. Eitt að lokum, hættið að sóa peningunum okkar.
![]() |
Hlutfall Strætó hefur lítið breyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2019 | 07:30
Æpandi þögn Katrínar og VG
Nú þegar styrja Skota lýsir yfir neyðarástandi í heiminum vegna hlutfalls koltvísýrings í loftinu, er VG- forsætisráðherra Íslands fljót að brenna til fundar í flugvél til Skotlands. Á meðan er þögn Katrínar og flokks hennar, Vinstri grænna, um Þriðju orkutilskipun ESB orðin æpandi.
Kænska
Stjórnviska Katrínar Jakobsdóttur er ómæld, að beita forystu Sjálfstæðisflokksins eins og ótjóðruðum bolabít í baráttu fyrir innleiðingu Orkupakkans, sem Katrín veit að er verulega óvinsæl í hennar eigin flokki, Vinstri grænum. Sá flokkur segir ekki múkk um málið, þótt hann vilji hramm ríkisins sem sterkastan og teljast úr hófi umhverfisvænn.
Þarf ekki að grafa
Hver er meginástæðan fyrir þessari grafarþögn? Kannski er það stjórnkænska að láta Sjálfstæðisflokkinn grafa sína eigin gröf með þessu máli svo að eftirleikurinn verði auðveldari. Svei mér þá.
![]() |
Katrín fundar með Sturgeon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2019 | 17:52
Nú genguð þið of langt!
Langlundargeð hins almenna Sjálfstæðismanns, sem heldur enn að Landsfundur endurspegli ríkjandi skoðanir innan flokksins er nú þrotið. Vitað var að varaformaðurinn aðhylltist Brusselska hætti eins og löng hefð er fyrir í því embætti.
Krosstrén svigna
En nú kastar tólfunum, þegar Guðlaugur Þór utanríkisráðherra, sverð Íslands og skjöldur, gengur fyrir þingmannaliðinu í sérstakri herferð gegn grunnskoðunum sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir á. Allar leiðir liggja til Rómar (-sáttmálans) og við "einangrunarsinnar" setjum EES- samninginn í hættu, með því að samþykkja ekki nýjan viðauka við hann. Síðan hvenær hefur það talist réttir viðskiptahættir? Að fylgja milliríkjasamningi í áratugi í góðri trú, en að honum sé hætt þegar mótaðilinn krefst þess að nýr verulega íþyngjandi viðauki verði samþykktur, annars fari allt í bál og brand!
Traustið brást
Þessi nýja Orkupakka- herferð virðist til þjónkunar ESB- hluta flokksins sem enn var eftir við hreinsunina yfir í ESB- Viðreisn. ESB- hópurinn sá að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki samþykkja aðild að ánauðinni og færði því áherslur sínar alfarið yfir á EES- samninginn, með fjölgun í Brussel "til þess að hafa áhrif " á lagasetninguna o.s.frv., þar eð Alþingi var hvort eð er orðið valdalaust að þeirra mati. Fjöldinn í flokknum hefur horft áhyggjufullur á þessa þróun, en horfir nú upp á þetta sem orðinn hlut.
Yfir strikið
En þegar forysta flokksins lýsir talsmönnum sínum nokkurn veginn sem einangrunarsinnum og talar þess í stað um "skjaldborg" um erlenda samvinnu, þá er amk. mér öllum lokið. Þá get ég ekki annað en rifjað upp bardaga okkar gegn flokksforystunni í Icesave, því að samlíkingin er alger. Þar gengu ráðandi öflin fram í skjaldborg sinni gegn flokksmönnum og þjóðinni að til skammar reyndist og þurfti að lokum rammkommúnískan Forseta Íslands til þess að skera okkur niður úr þeirri snöru, þökk sé honum.
Enginn til bjargar
Núverandi forseti mun ekki hrófla við þessu fullveldisafsali, það er ljóst, hvorki lagalega né er það vilji hans. Þriðja orkutilskipun ESB verður stimpluð af Alþingi sem lög á Íslandi af því að helstu hliðverðirnir kusu að ganga í lið með andstæðingunum og gleyma því hverjir kusu þá. Því miður svíður fleiri en þau sem undir míga í þetta skiptið, okkur öll!
![]() |
Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.3.2019 | 07:38
Suðaustan þvæla
Frá ESB í Brussel berst reglulega tormelt þvæla, með orðalagi og tilvísunum vísvitandi í hring, sem aldrei yrði samþykkt sem lög á Íslandi ef skýrt væri að orðum kveðið. Þessi texti ESB- tilskipunar yrði t.d. aldrei samþykktur hér:
1.gr. ESB fer með yfirstjórn orkumála á ESB/EES- svæðinu í gegn um stofnanir sínar. 2. gr. Orkuverð á EES/ESB svæðinu öllu skal vera samræmt og refsingum beitt ef því er ekki fylgt. 3.gr. Dómstólar ESB/EES hafa úrskurðarvaldið í orkumálefnum svæðisins.
Ofangreindur texti kemst ekki á blað í ESB af því að hann er skýr og afdráttarlaus. Þess í stað er Ragnar Reykás fenginn í að semja texta sem segir það sama, en þvælir málefninu svo algerlega að öruggt er að Pírati á Alþingi eigi aldrei möguleika á því að skilja efnið, jafnvel þótt hann læsi það til enda.
Samþykkt og upptaka Þriðju orkutilskipunar ESB á Alþingi opnar greiða leið að auðlind okkar með hreinum þvælingi.
![]() |
Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.3.2019 | 14:48
Hver samþykktur hælisleitandi kostar okkur amk. 10 m.kr.
Nú þegar hver einasti íslenskur pólitíkus keppist við að vera "betri" en sá næsti í málefnum hælisleitenda, rýkur beini kostnaðurinn vegna þeirra upp og fjöldinn þar með, eins og hjá Merkel 2015 á sterum. Þrír milljarðar króna á ári hrökkva skammt og nú bætast þá tveir við (40% aukning) af því að fleiri t.d. afgönskum eða íröskum karlmönnum dettur í hug að bæta sinn hag með því að komast hingað, sem leið inn í draumalandið ESB.
Takmarka streymið
Skýrasta leiðin til þess að spara þjóðinni leiðindi og milljarða króna er að segja okkur úr Schengen og gefa það skýrt út á hvaða forsendum hælisumsóknir verði samþykktar, áður en fólk leggur í flug til landsins. Á skal að ósi stemma, enda er flæðið í dag ekki á okkar forsendum, heldur einhverra af 7,5 milljarða íbúa jarðar.
En það má víst ekki minnast á þetta viðkvæmasta allra mála. Fólk telur sig vera að samþykkja sýrlenskar fjölskyldur og grátandi börn, þegar raunveruleikinn er allur annar.
![]() |
Hælisleitendum fjölgar verulega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2019 | 15:44
Sjálfseyðingarhvatarflokkurinn?
Afar leitt er að horfa upp á þessi mistök ráðherra Sjálfstæðisflokksins, að gangast fyrir um innleiðingu 3. orkutilskipunar ESB hér á landi. Kaldhæðnin sem felst í því að Nýsköpunarráðherrann leggi þetta fram er hláleg, þar sem þetta leggur stein í götu nýsköpunar á Íslandi.
Strax hærra verðlag
Ein fyrstu áhrif innleiðingarinnar yrðu þau að kvartað yrði ytra um lágt verðlag rafmagns í dreifingu hér, sem verður þá undir stýringu ESB- batterísins ACER. Fundið verður einnig að ráðandi stöðu Landsvirkjunar. Við ráðum þessu sjálf í dag, en ekki eftir samþykktina og dóm ESA þar á eftir.
Þar fór góður biti í hundskjaft.
![]() |
Leggja til orkupakka með fyrirvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2019 | 11:38
Sleppið að leggja Orkupakkann fram
Bretar eiga að yfirgefa ESB eftir átta daga, en Ísland hefur níu daga til þess að leggja Þriðju orkutilskipun ESB fyrir Alþingi. Best færi ef sleppt yrði að leggja Orkupakkann fram, þar sem engin knýjandi nauðsyn er á því og margt þarfara er að ákveða á þinginu.
Frumvarp til óþurftar
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins munu samt leggja þennan ósköpnuð fram ("það er auðvitað markmiðið"), eflaust til þess að friðmælast við þann litla hluta ESB/EES- sinna flokksins sem ekki fór yfir í Viðreisn Samfylkingar. En engin þörf er á því, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn skv. landsfundi sínum, stendur skýrt gegn því fullveldisafsali sem í tilskipuninni felst.
Takið eftir, þetta er ESB-tilskipun. 27 Evrópulönd suðu hana saman (eða raunar mest Þýskaland og Frakkland) og henni verður ekki breytt núna af þjóð sem gerði samning um viðskipti við ESB fyrir áratugum síðan.
Letjum ráðherrana til þess að leggja frumvarpið fram.
![]() |
Orkupakkinn fyrir lok mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Þorgerður Katrín: ekki gera neitt
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: „svindlarar“ í hverju horni? Gjaldeyrishöft: „svindlarar“ í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (“like it or not”) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, „óvart“ Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 752
- Sl. sólarhring: 752
- Sl. viku: 764
- Frá upphafi: 872509
Annað
- Innlit í dag: 643
- Innlit sl. viku: 650
- Gestir í dag: 619
- IP-tölur í dag: 604
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
stefanbjarnason
-
hannesgi
-
businessreport
-
askja
-
martagudjonsdottir
-
agbjarn
-
geiragustsson
-
gustaf
-
vey
-
frjalshyggjufelagid
-
tilveran-i-esb
-
gammon
-
sigsig
-
omarragnarsson
-
raksig
-
halldorjonsson
-
vinaminni
-
samstada-thjodar
-
draumur
-
magnusjonasson
-
frisk
-
jonaa
-
apalsson
-
skodunmin
-
arnim
-
gullvagninn
-
altice
-
fannarh
-
gun
-
oliatlason
-
bjarnihardar
-
nilli
-
davido
-
svanurmd
-
steinisv
-
johanneliasson
-
hagbardur
-
arh
-
zumann
-
doggpals
-
jonvalurjensson
-
dofri
-
katrinsnaeholm
-
seinars
-
kari-hardarson
-
fredrik
-
valli57
-
tibsen
-
kisabella
-
tbs
-
astroblog
-
maeglika
-
himmalingur
-
skulablogg
-
arnih
-
ingagm
-
ahi
-
mullis
-
krissi46
-
vefritid
-
gauisig
-
bryndisisfold
-
brandarar
-
nerdumdigitalis
-
svartagall
-
siggith
-
klarak
-
jennystefania
-
lax
-
unnurgkr
-
vilhjalmurarnason
-
gattin
-
kruttina
-
rynir
-
heidistrand
-
thorhallurheimisson
-
duddi9
-
kristjan9
-
haddi9001
-
bofs
-
thjodarheidur
-
theodorn
-
lucas
-
benediktae
-
iceland
-
fun
-
diva73
-
zeriaph
-
tharfagreinir
-
bjarnimax
-
fullvalda
-
sigurjons
-
sissupals
-
davpal
-
friggi
-
ketilas08
-
valdimarjohannesson
-
gerdurpalma112
-
andres08
-
krist
-
fjarki
-
tik
-
palmig
-
rustikus
-
vestskafttenor
-
gummibraga
-
svansson
-
geirfz
-
fhg
-
stjornlagathing
-
loftslag
-
jonmagnusson