24.2.2018 | 08:38
Athafnir yfir til annarra!
Tvíeykið Dagur og Hjálmar er ákveðið í því að ýta iðnaði og athafnafyrirtækjum yfir í nágranna- sveitarfélögin, þannig að tekjur Reykjavíkur minnki. Fyrirtækin hafa ekki endalausa biðlund gagnvart þessu teymi, sem lætur anda köldu til þeirra, á meðan nágrannarnir bíða með opinn faðminn. Þar við bætast allar tekjur af flugvallarstarfsemi, sem skuldaparið vill út strax.
Rótgróin þjónustufyritæki inni í Reykjavík mega sæta því að borgin tekur takmarkað athafnasvæði þeirra undir hjólastíg. Fáir kusu Dag & Hjálmar, en allir Reykvíkingar sitja uppi með það að þeir teikni sósíalíska sýn sína yfir líf borgarbúa, sem halda skuldunum en missa tekjurnar. Breytum þessu í vor.
![]() |
Þrýsta á byggingu nýrra hverfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2018 | 15:26
Sterkur listi stormar af stað
Gaman var að sjá samkenndina í fólkinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2018 á fundinum í Valhöll í gær. Nú mega Dagur & Co. sannarlega vara sig! Frambjóðandinn í 36. sæti (Í.P.) er ánægður með sína stöðu, þegar hann sér þetta fólk framar á listanum! Smellið á myndina.
![]() |
Velur ekki bara stjörnur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.2.2018 | 12:46
Nú taka þau birtuna líka
Sósíalistar vilja ekki að við græðum á daginn og núna heldur ekki að við grillum á kvöldin. Hafa skal af Íslendingum síðdegis- og kvöldbirtuna svo að 4% þeirra sjái betur niðurgreidda strætóinn sinn koma aðvífandi á morgnana. En fórna skal öryggi og lífsgleði barnanna í eftirmiðdaginn og á kvöldin, vor og haust, þegar mest á reynir.
Njótum aftansins áfram
Birtustundir frítímans verða líka færri ef hádegi (hæsta sólarstaða dagsins) í Reykjavík er fært frá kl. hálf- tvö til hálf- eitt. Fólk rembist nú þegar við það að koma sér heim úr skóla og vinnu til þess að njóta einhverrar birtu dagsins. En þá vilja þessir þvingunarsinnar taka klukkutíma af lífi okkar!
Fjær Evrópu
Kerfi sem virka vel í áratugi án vandræða á ekki að breyta. Ef klukkunni er breytt, fjarlægjumst við Evrópu í stað þess að vera alltaf á Greenwich- tíma eins og nú.
Öfgar norðursins
Hér á norðurhjara eru öfgar árstíðanna miklar, nær aldimmt um jól en bjart á Jónsmessu. Valið stendur því ekki um ákveðna stund morguns eins og suður í álfum, heldur einfaldlega hvort við viljum hafa meiri birtu í eftirmiðdaginn eins og nú, eða snemma að morgni eins og Svandís Svavarsdóttir & Co vilja að við gerum. Ég mæli frekar með björtum kvöldum.
![]() |
Leggja til að klukkan verði færð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2018 | 19:34
Borgarlína er bilun
Góður fundur viðskiptafræðinga, Frosti fór á kostum í gagnrýni sinni á nýjustu bilun borgaryfirvalda. Borgar- lína sig? Alls ekki, hún tekur fé frá bráð- nauðsynlegum vegaframkvæmdum í áframhaldandi tilraun að herferð, sem kostar 900 m.kr. á ári til þess að auka hlutfall strætófarþega úr 4% ferða en er samt fast í 4% eftir mörg ár af þeirri sóun. Hin 96% fólksins mega bara borga og brosa.
Rangar spár
Nú á síðan sama fólkið og gerði kolrangar umferðarspár en hundsaði niðurstöðurnar að fá umbun fyrir það með því að gera aðrar vitleysuspár og hundraðfalda fjárausturinn í strætó, kallað hann Borgarlínu og þvinga bílnotendur til þess að taka hana inn, svo að sósíalísk nauðungarmódelin gangi upp hjá þeim. Ef þetta væri einkafyrirtæki væri löngu búið að reka hverja einustu manneskju sem héldi áfram í þessa átt.
Ástand vega versnar
Meirihlutanum í Borgarstjórn er alvara með það að keyra þessa þvingun í gegn, þótt ekki standi steinn yfir steini þegar allt er skoðað almennilega. Sömu króninni verður ekki eytt tvisvar: sem fer í að laga og bæta vegina strax eða er kastað í Borgarlínu Draumalandsins.
Nú er komið nóg, á skal að ósi stemma.
![]() |
Tekist á um grundvallaratriði borgarlínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2018 | 06:47
Ísbirnir bjarga sér
Ein helsta bábilja BBC og annarra í Hópi um heimshlýnun af mannavöldum er sú, að ísbjörnum sé að fækka. En þar sem ekki er rétt að fullyrða það, þá er það gefið í skyn með því að benda á líkamlegt ástand ísbjarna á einu af nítján svæðum þeirra undirtegunda á norðurheimskauts- svæðinu. Sannleikurinn er sá, að heildarfjöldi ísbjarna hefur staðið í stað í áratugi og þeir blómstra á sumum stöðum.
Veiðin ræður
Það sem hefur helst ráðið fjölda ísbjarna er veiði og veiðikvóti. Noregur og Manitoba- fylki Kanada banna slíkar veiðar, en annars staðar halda frumbyggjar norðursins áfram veiðum undir eftirliti. En ímyndin sem BBC og Co. heldur á lofti, er í Youtube- myndbandinu af fárveikum ísbirni við dauðans dyr að leita sér fæðis, við það að falla úr hor. Þannig næst að halda þeim þætti réttrúnaðarins á lofti með villandi frásögnum af einhverjum hörmungum, sem er bara náttúran að hafa sinn gang.
![]() |
Hungrið sverfur að hvítabjörnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2018 | 12:01
Valdníðsla í þéttingu byggðar
Yfirgangur Dags & Co í þéttingu byggðar er með ólíkindum, þar sem íbúar hverfanna ráða engu. Nú er Eikjuvogur rakið dæmi, þar sem vilji íbúanna er hundsaður að vanda og Borgarráð treður stórri byggingu beint sunnan við nágrannann, svo að sólar nýtur lítið mestallt árið og daginn, sem veldur depurð. Að auki er bílastæðavandamáli bætt við.
Réttur til birtu
Það er lágmarkskrafa að skipulagsyfirvöld virði rétt fólks til þess að njóta birtu í húsum sínum, sem byggð voru hér á norðurhjara með ákveðnum forsendum í skipulagi, enda eru skuggar langir. Vinstri meirihlutinn býr viljandi til stórvandræði á þennan hátt og tekur nákvæmlega ekkert tillit til vilja þeirra sem hverfið byggja.
Við búum á 64° norður
Nógu vitlaust er að hanna heilu nýju hverfin eins og þau séu á breiddargráðu Kaupmannahafnar, en að troðast inn í gróin hverfi með þennan yfirgang er ekki í lagi og á ekki að líðast. Borgin skapar sér skaðabótaskyldu með valdbeitingu sinni, sem við sem heild þurfum að eiga við í réttarsölum síðar, algerlega að nauðsynjalausu. Byggingar á auðum lóðum eiga að fylgja nákvæmlega sömu forsendum og aðrar í nágrenninu.
Íbúarnir kusu þennan yfirgang yfir sig, en hafa tækifæri til þess að breyta því í vor.
![]() |
Borgarráð samþykkir umdeildar byggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2018 | 12:40
Borgarstjóra með breytingar
Leiðtogi Sjálfstæðisfólks í borginni þarf að standa fyrir breytingum sem bæta líf borgarbúa. Kjartan og Eyþór stefna á það, án þess að sóa fé í Borgarlínu, leggja niður Reykjavíkurflugvöll, ganga gegn Landsfundar- samþykktum flokksins eða að framfylgja óbreyttu Aðalskipulagi vinstri meirihlutans í Reykjavík. Valið stendur á milli þessara manna, sem gætu leitt Sjálfstæðisfólk til sigurs í vor.
Val á milli tveggja kosta
Þörf er á verulegri ákveðni til þess að taka á sjálfsköpuðum vandamálum Dags borgarstjóra í borginni og strengjabrúðu hans, Jóni Gnarr þar á undan. Það gerist ekki með þjónkun við þann vinstri meirihluta sem komið hefur borginni á kaldan klaka svo að um munar. Eyþór eða Kjartan geta og vilja taka á þessu. Hvor þeirra er líkegri ræðst af atkvæði þínu.
![]() |
Kosning hafin í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2018 | 18:30
Að bæta heiminn en klúðra málunum heima
Endurtekin mengunarmistök borgaryfirvalda halda áfram, sérstaklega klóakið sem flæðir enn í Skerjafjörð. Fólk heldur að því sé lokið, en öðru nær, allt fram streymir endalaust. Við bætast síðan annars konar mistök borgarinnar, nú varðandi fyrirbyggjandi eftirlit með neysluvatni og tilkynningar um frávik.
Markvissar aðgerðir
Þar ætti að bregðast við um leið og eitthvað er að, láta vita um hvaða gerla er að ræða og í hvaða magni. Tilkynningar um þetta koma seint og síðar meir, eru villandi og aðgerðirnar ómarkvissar. Fullvissan um hreint vatn er verulega skert og ímyndin sködduð vegna tómlætis. Enn vitum við ekki um hvaða gerla er að ræða og í hvaða magni í sýnunum. Það skiptir reginmáli varðandi mótaðgerðir, ef einhverra er þörf.
Klóakið flæðir
En klóaksmálið er ekki bara eitthvert slys. Það er uppsafnað ástand, jafnvel árum saman, en nær svo hátindi þegar dæla bilar. Þótt fimm til sex flutningaskip séu ekki látin fljóta í Skerjafjörð í einu í dag eins og þá daga, þá flýtur augsýnilega vel út í fjörðinn nær daglega. Það nær kannski að halda rottufaraldrinum við, hver veit? Allavega líkar 300 mávum það ágætlega.
Borgarstjórinn er bara upptekinn við að kæla loftslag heimsins.
![]() |
Engin vísbending um E-coli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2018 | 12:26
Stóra skrefið afturábak
Frosti Sigurjónsson bendir réttilega á fáránleika Borgarlínunnar. Ekki sé ég glóru í því að amk. 80% vegfarenda fórni fé og tíma í það að 5% fjöldans nái tvöföldun, sem kosti 100 milljarða króna og tap í viðbót á hverju ári eftir það. Augljós hugsanavilla felst líka í því að nokkrar mínútur líði á milli vagna, þar sem fjöldi notenda þyrfti að vera verulegur svo að sæmileg nýting fengist, en sú eftirsóknar- sprengja er ekkert á leiðinni.
Allt fyrir hugsjón Dags
Dagur Bergþóruson Eggertsson borgarstjóri ætlar að ná hugsjóna- markmiðum sínum með því að þvinga bíleigendur inn í strætó á leið frá A til B, í stað þess að laga vegi fyrir umhverfismilda bíla, sem fara skjótt á milli staðar A, B, C og að sjálfsögðu D! Þessum svimandi upphæðum Borgarlínunnar yrði betur varið í að bæta flæði og öryggi vegakerfisins, sem gefur þá líka færi á því að stuðla að hagkvæmum ferðum almenningsvagna, ekki í einhverju aflóga dínósórakerfi.
Vonast er til að fólk fari að skera á þessa Borgarlínu, áður en hún breytist í hengingaról.
![]() |
Ekki á leið í pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2017 | 16:23
Vanhugsuð aðgerð
Jólagjöf flugvirkja Icelandair til fjölskyldna, vina og erlendra ferðamanna hlýtur að teljast vanhugsuð aðgerð, enda er útkoman eins og þar sé skortur á mannkærleik og skilningi að notfæra sér jólavertíðina til þess að taka jóla- viðskiptavinina í gíslingu gagnvart vinnuveitandanum.
Allir tapa
Hver ímyndaði sér í sínum villtustu fantasíum að hann myndi græða á þessu verkfalli? Gamla reglan í viðskiptum er sú að kúnninn segði 6 manns frá reynslu sinni, en um er að ræða 10.000 manns á dag sem lenda í klóm flug- spellvirkjanna. En með tilkomu Fésbókar og Tvítanna (og t.d. þessu bloggi) er hægt að margfalda þessa tölu enn frekar, sérstaklega þegar illa gengur að leysa úr vandræðum fólksins. Svo þegar netið fékk að heyra launin sem reynt er að hækka með þessari þvingun, þá nálgast samúðin alkul.
Úrelt aðferð
Verkfallsrétturinn er úrelt vopn, sérstaklega í fluginu. Kjaradómur sem fallist er á fyrirfram er hentugasta lokasvarið, enda verða aðilar aldrei ánægðir. Verkfallsaðgerðir geta rústað framtíð þeirra sem um ræðir, jafnvel aðilanna sjálfra, þar sem stærri skoðanir véla færast (eða hafa færst) augljóslega til samkeppnishæfari útlanda, auk þess sem fjöldi kúnna færa sig annað. En að velja jólaumferðina til þessara hluta er óverjandi.
Þetta verkfall verður vonandi það síðasta sem tengist flugi á Íslandi.
![]() |
Erfitt ástand og snertir marga illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2017 | 19:49
BBC er RÚV Bretlands
Furðleg tilhneiging er þetta hjá MBL.IS að lepja upp álit og fréttir BBC ómeltar, hvað þá um Bandaríkin eða Trump forseta. BBC hefur sannað sig ítrekað að fara nærri jafn vinstri- frjálslega með fréttir í túlkunum sínum eins og RÚV gerir alla daga.
Auk þess er BBC með sömu þráhyggju og RÚV með flóttafólk, þróunaraðstoð, ESB, kolefnismál og t.d. kynferðislega áreitni, en gegn Trump, Brexit, Evrópskum "popúlistum" (sem eru víst bara til hægri), bankafólki og tekjuháu fólki yfirleitt.
Bandaríkin um Bandaríkin
En af hverju ætti að leita til BBC um það hvernig róttækar skattkerfis- breytingar koma út fyrir Bandaríkin? Aðalfréttin er sú, að samkeppnishæfi bandarískra fyrirtækja stórbatnar við það að fyrirtækaskattar verði lækkaðir úr 35% í 20%, sem ætti að færa ýmis stórfyrirtæki heim til USA og vera mikill hvati fyrir smærri fyrirtæki. Svo verður allt að 68% hærri skattafrádráttur til miðstéttarinnar en nú er og líka t.d. til einstæðra mæðra. Ný ríkisstjórn Íslands mætti læra margt af þessu.
Ekki vitna í BBC
Vitrænna væri að kíkja á Wall Street Journal eða amk. andstæða póla þegar fjallað er um Bandaríkin. BBC ætti ekki að styrkja frekar en RÚV, það úrelta batterí sem enginn þorir að fara með í endurvinnslu.
![]() |
Meiriháttar skattkerfisbreytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2017 | 09:56
Ekki viðræður frekar en við ESB
Vinstri græn vilja mörg hver leiða viðræður um stjórnarmyndun gerólíkra flokka, þar sem myndun vinstri stjórnar tókst ekki. En eðlilegast er að rétturinn til stjórnarmyndunar sé færður formanni Sjálfstæðisflokksins vegna útkomu kosninganna. Undanfærslur Forseta Íslands frá því að afhenda Bjarna Benediktssyni umboðið eru orðnar hjákátlegar og sýna vel hvernig vinstri hallinn er kominn á Bessastaði.
Tilgangslausar viðræður
Maður talar ekkert andstæð sjónarmið á málefni saman í stjórnarmyndun, frekar en að Ísland verði talað inn í ESB með viðræðum, þrátt fyrir andstöðu kjósendanna við þær. Beinast liggur fyrir að mynda stjórn um borgaraleg málefni, þar sem Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsóknarflokkur stilla sína strengi saman og Flokkur fólksins styður þá stjórn með ákveðnum skilyrðum, það yrði farsælast. En til þess þarf að afhenda Bjarna Ben umboðið, annars verður ekkert nema innantómt hjal og einhver hjaðningavíg.
Vinstri græn hlutu ekki réttinn til þess að prófa vinstri, svo áttavillt og svo eitthvað kókómalt. Látum meirihluta kjósenda úr Alþingiskosningum ráða, ekki úr kosningum til Forseta Íslands.
PS: Myndin mín hér (tekin 7. nóv. 2017) sýnir Íslands- Tetris yfir Bessastöðum. Smellið aftur á hana til stækkunar.
![]() |
Þrjár ástæður til að hefja viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.11.2017 | 13:08
BDMF í burðarliðnum?
Framsóknarflokkurinn sá skýrt þegar á reyndi að Pírötum væri ekki treystandi. Þar að auki voru óþægilegu málin ekki útrædd strax. Hvernig er hægt að semja við Pírata sem vilja gjörbylta stjórnarskránni og jafnvel ganga í ESB?
Stríðsöxin grafin
Nú liggur beint við að framsóknarflokkarnir Framsóknarflokkur og Miðflokkur grafi stríðsöxina, enda stefna þeir samsíða með Sjálfstæðisflokki að mjög mörgu leyti. Flokkur fólksins fær sitt fram að mestu, en þó er gott að þau yrðu flest umfram-þingmenn, þar sem óvissan er líkast til meiri varðandi þau hvert um sig heldur en hjá BDM flokkunum.
Gangið nú hreint til verks, BDMF flokkar og ræðið í þaula hvernig taka skuli á hverju stóru málanna. Þetta verður að halda.
![]() |
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.11.2017 | 09:15
Með Svarta Pétur í spilastokknum
VG og Framsóknar- flokkurinn gætu hugsanlega náð saman, en að taka ESB- Samfylkinguna inn og bæta fjórum Pírata- ólíkindatólum við og treysta á það að enginn þessarra 32 þingmanna víki af stefnunni á fjórum árum er hámark bjartsýninnar.
Óvissuspil
Fráfarandi stjórn hafði amk. eitt óvissuspil (wildcard) í sínum spilastokki, Björt Ólafsdóttur úr Bjartri framtíð, sem sýndi það strax að hún gæti verið Svarti Pétur í stokknum eða flokkur hennar. Nú láta Píratar vita að þeir muni ekki endilega verða leiðitamir. Á meðan þegir Samfylkingin þunnu hljóði um eina málið sem sérgreinir hana, ESB- umsóknina. Það er gamla ESB- aðferðin, að ýta helstu ágreiningsmálum á undan sér en verða sammála um fjölda smærri þátta sem ekki skipta máli í stærra samhengi. Samfylkingin í heild gæti verið einn stór Svarti Pétur í þessari ríkisstjórn vegna helstu stefnumála sinna, sem eru í grunninn andstæð Framsóknarflokknum og Vinstri Grænum að hluta.
BDMF yrði stöðugri
Framsóknarfólk og sjálfstæðismenn kusu langflest þrjá flokka í þessum kosningum: Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknar-flokkinn og Miðflokkinn. Þau eiga öll eðlilega samleið, eins og Sigmundur Davíð staðfesti núna, að hann vildi vel vinna með Sigurði Inga úr Framsókn. Að viðbættum Flokki Fólksins (sem Samfylking gæti varla unnið með vegna afstöðu til hælisleitenda) þá er þessi BDMF- hópur málefnalega og persónulega margfalt stöðugri eining til þess að stjórna landinu og að setja vitræn landslög heldur en Katrínar- hópurinn sem Forseti Íslands fann sig knúinn til að styðja vegna uppruna síns. Viðreisn passar hvorugum megin inn vegna ESB- þráhyggju sinnar og einangrast smám saman vegna þess.
Fjölmiðlar ekki til bjargar
Nú er helsta vonin sú að fjölmiðlar forði þjóðinni frá því að upplifa þessa ídealistastjórn Katrínar VG, með því að vera aðgangsharðir í spurningum sínum hvað hver flokkur muni gera ef beygt er í vinkilbeygju af stefnu hans, eins og Samfylking með ESB og Píratar með stjórnarskrá eða kerfisbreytingar. En líkurnar á því að þetta aðhald verði fyrir hendi frá t.d. RÚV eru nær engar.
Þetta yrði því vinstri stjórnin sem RÚV kom á með milljörðum króna frá okkur. Þvílík örlög.
![]() |
Fyrsti formlegi fundurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2017 | 10:06
Nú reynir á hlutleysi forsetans
Forseta Íslands er í sjálfsvald sett hvort hann réttir valdakeflið til vinstri eða til hægri í stöðunni í dag. Nú reynir á það hvort vinstri bakgrunnur hans sé ráðandi eða að hann hafi náð að tileinka sér hlutleysi í embætti eins og forveri hans náði að mestu.
Tilfinningin er sú að Guðni forseti láti Katrínu Jakobsdóttur reyna fyrst. Þá gleðst góða fólkið yfir að hafa kosið hann.
![]() |
Tveir valkostir fyrir forsetann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.10.2017 | 16:27
XD vöfflurnar vinsælar
Valhöll iðaði af lífi í dag, þar sem kjósendur komu í kaffi og með því hjá Sjálfstæðisflokknum. Hér fylgja nokkrar myndir í mynda- albúmi hér til hliðar, en ég kvaddi snemma þegar húsið tók að fyllast um tvöleytið. Svo er um að gera að mæta á kosningavöku í kvöld laugardag á Grand Hotel Reykjavík (Gullteig) eftir kl. 21:00.
Kjósum!!!
Myndatengill: (hér). Smellið tvisvar á hverja mynd til þess að stækka hana.
![]() |
Kjörsókn fer betur af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Þorgerður Katrín: ekki gera neitt
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Nýjustu athugasemdir
- Þorgerður Katrín: ekki gera neitt: Í bókinni Börnin í Ólátagötu þá trúir Lotta því að allur hávaði... 4.4.2025
- Þorgerður Katrín: ekki gera neitt: Alveg rétt. Það þarf að þagga niðri gelti hundinum á hliðarlínu... 3.4.2025
- Þorgerður Katrín: ekki gera neitt: Ég er sömuleiðis sammála. 3.4.2025
- Þorgerður Katrín: ekki gera neitt: Algjörlega sammála..... 3.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 310
- Frá upphafi: 873096
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 290
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
stefanbjarnason
-
hannesgi
-
businessreport
-
askja
-
martagudjonsdottir
-
agbjarn
-
geiragustsson
-
gustaf
-
vey
-
frjalshyggjufelagid
-
tilveran-i-esb
-
gammon
-
sigsig
-
omarragnarsson
-
raksig
-
halldorjonsson
-
vinaminni
-
samstada-thjodar
-
draumur
-
magnusjonasson
-
frisk
-
jonaa
-
apalsson
-
skodunmin
-
arnim
-
gullvagninn
-
altice
-
fannarh
-
gun
-
oliatlason
-
bjarnihardar
-
nilli
-
davido
-
svanurmd
-
steinisv
-
johanneliasson
-
hagbardur
-
arh
-
zumann
-
doggpals
-
jonvalurjensson
-
dofri
-
katrinsnaeholm
-
seinars
-
kari-hardarson
-
fredrik
-
valli57
-
tibsen
-
kisabella
-
tbs
-
astroblog
-
maeglika
-
himmalingur
-
skulablogg
-
arnih
-
ingagm
-
ahi
-
mullis
-
krissi46
-
vefritid
-
gauisig
-
bryndisisfold
-
brandarar
-
nerdumdigitalis
-
svartagall
-
siggith
-
klarak
-
jennystefania
-
lax
-
unnurgkr
-
vilhjalmurarnason
-
gattin
-
kruttina
-
rynir
-
heidistrand
-
thorhallurheimisson
-
duddi9
-
kristjan9
-
haddi9001
-
bofs
-
thjodarheidur
-
theodorn
-
lucas
-
benediktae
-
iceland
-
fun
-
diva73
-
zeriaph
-
tharfagreinir
-
bjarnimax
-
fullvalda
-
sigurjons
-
sissupals
-
davpal
-
friggi
-
ketilas08
-
valdimarjohannesson
-
gerdurpalma112
-
andres08
-
krist
-
fjarki
-
tik
-
palmig
-
rustikus
-
vestskafttenor
-
gummibraga
-
svansson
-
geirfz
-
fhg
-
stjornlagathing
-
loftslag
-
jonmagnusson