Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Sóunarsamvinnu að ljúka?

Það er tími til kominn að skrúfa fyrir sóunaraðstoð ISG (og núna Össurar) við einræðisherra og Money to burnspillingarkónga Afríku. Henni tókst að hífa eyðsluna upp í mörg þúsund milljónir króna á ári í von um atkvæði til sætis í Öryggisráði SÞ, aðstoð sem gerði ekki annað en að fóðra spillinguna og auka eymdina til langframa í heimsálfu sem þráir að fá að verða sjálfbjarga með allar sínar auðlindir.

Brotabrot af þessari ótrúlegu eyðslu skilar sér beint til fólksins en færir ekki fjöldanum frelsi né sjálfsbjörg, heldur tryggir fjötra þeirra til framtíðar. Milljarðar króna virði frá okkur og Skandinavíu fara til þess að byggja löndunarstöðvar sem eru ekki notaðar, grafa brunna sem ekki eru notaðir og að greiða Harvard- upphæðir skólagjalda fyrir einfaldasta nám nokkurra innfæddra, þar sem ríkið á staðnum ætti að borga menntunina í stað hernaðaruppbyggingar. Óháð erlend úttekt á skilvirkni aðstoðarinnar myndi staðfesta þetta svart á hvítu, en enginn fengist til þess að greiða fyrir hana.

Hver sem kynnir sér sóunaraðstoð af viti, sér hvernig ríkið fer að því að eyða milljörðum í ekki neitt til þess að minnka móral einhverra okkar sem hafa það þokkalegt. Engum heilvita manni í ríkisgeiranum dytti í hug að sóa fé á þennan hátt í kerfinu á Íslandi, hann færi rakleitt í fangelsi.  Það ætti að hætta þessu tafarlaust, ekki að draga það til ársins 2012 eða síðar.

Hér eru nokkrar gamlar greinar mínar og athugasemdir við þær:

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/270317/ Út úr Afríku!

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/334671/ Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/380002/ Þróunarlaus aðstoð

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/418613/ Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/632231/ Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi


mbl.is Fátæk lönd kenna á íslensku kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn vandræðanna er fundin!

Lausnin er fundin á vandræðum okkar!

  • Fullt samþykki IMF áætlunar
  • Umsókn um aðild að ESB
  • Full ábyrgð á Icesave

Nákvæmari atriði er að finna í viðhenginu hér (klikka tvisvar).

 

Sumarkveðjur,

Ívar Pálsson


Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!

Niðurstöður ESB- aðildarkosninganna láta sjálfstæðisfólk horfast í augu við þá staðreynd að 70-80% þeirra er á móti drottnandi skrifræðishætti ESB og vill ekki afsala sjálfstæði Íslands til ESB. Landsfundurinn sýndi þetta. Stóru mistökin þar voru að reyna að friðþægja ESB sinna í stað þess að hvetja þau til þess að kjósa ESB- flokkinn, Samfylkinguna og láta fundi sjálfstæðisfólks í friði.

Kosnar til þess að framfylgja stefnu flokksins

esb_konur_880700.pngMaður er annað hvort með eða á móti ESB- aðild. Það er flestum vel kunnugt hvernig það batterí  starfar og virkar (ekki). Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir opinbera sig loks almennilega sem ESB sinna, en Þorgerður Katrín getur þó aldrei stigið alveg í ESB fótinn af ótta við reiði fjöldans í Sjálfstæðisflokknum. Altént er það ljóst að hefði hún þorað því í formannskjörinu eða í kosningunum, þá hefði henni verið hafnað. Nú segir hún að skoðun sín hafi alltaf legið fyrir. Það er ekki rétt, hún var eins og véfréttin í Delfí á þessum örlagatímum og toppaði tvískinnunginn alveg núna í ESB kosningunni, að sitja hjá! Hver kýs þingmann eða varaformann til þess að hún sitji hjá við atkvæðagreiðslur og láti hina ráða, af því að hún á svo marga vini á báðum stöðum? En nú er það orðið of seint, af því að þær Evrópuástar- systur fóru með veggjum og töluðu í tvær áttir allt fram að ESB- kosningu.

Hver er sannfæringin?

Nú gætu Kvislingarnir sagt að þessi undanskot frá and- ESB stefnunni hafi ekki skipt máli vegna þess að enn vantaði eitt eða tvö atkvæði, en það væri heldur ekki rétt, því að þeirra vægi í ESB- þreifingunum hafði óneitanlega áhrif á önnur vafaatkvæði. Nú skýlir sér hver sem betur getur á bak við sannfæringu sína, en hvar var sú sannfæring í síðustu kosningum þegar frambjóðendur gátu átt von á útstrikunum sem endurspegluðu vægi kjósenda hvers flokks? Þær sáu réttilega að skýrt já við ESB hefði strikað þær út, enda er skýr fylgni við ESB aðeins hjá um 20% kjósenda flokksins.

Við hvern er barist? esb_kosn_sjalfstflokkur.png

Að svo komnu máli fer því best á því að hver mæti örlögum sínum í takt við skoðanir hans eða hennar. Pétur Blöndal alþingismaður benti Ragnheiði Ríkharðsdóttur kollega hans  á rökréttustu leiðina fyrir hana (og þá líkast til varaformanninn?) að stofna eigin flokk utan um þessar sér- skoðanir, sem dagar síðan uppi. Fjöldinn í Sjálfstæðisflokknum tæki því fagnandi að fá skýrar línur dregnar í komandi bardaga, svo að vitað sé við hvern er barist, ESB- kerfissinnana í Samfylkingunni í stað nöðru við brjóst sér.

 

Myndband af landsfundi Sjálfstæðisflokksins:

http://wms0a.straumar.is/xd/ThorgerdurKatrinvaraform.wmv

 


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !

Steingrímur J. vill að við berjumst við að borga, þegar erlendar skuldir Íslendinga eru 13- 15.000 milljarðar króna! Hann lét skrifa upp á erlendan Icesave- samning án þess að lögfræðingar Seðlabankans kæmu nálægt honum, eins og það kæmi þeim ekkert við! Ekki var farið fram á álit þeirra. Núna þegar þeir munu birta álit sitt, þá telur  formaður utanríkismálanefndar að þetta sé pólitík og að þeir vinni bara fyrir Davíð.

Steingrimur J  VG isÞessu sjónarspili þarf að ljúka sem fyrst og alls ekki með samningi um Icesave, sem er einungis birtingarmynd hluta bankagjaldþrotanna og afskiptum ríkisins af eignum þrotabúa þeirra. Það er nokkuð ljóst að allar eignir þrotabúanna og 11 þúsund milljarða króna skuldir bankanna og tengdra fyrirtækja verða að sameinast og verða gerðar upp saman, þar sem kröfuhafar sameinast um uppgjörin.

En til þess að það gerist verður ríkið að hætta kennitöluflakki sínu, leggja árar í bát og viðurkenna að neyðarlögin voru mistök. Á móti þyrftu kröfuhafar að lofa að fara ekki í mál, sem myndu taka næstu 5-10 ár ella og draga úr okkur allar tennur, enda er réttur alvöru veðkröfuhafa líkast til þeirra megin, ólíkt Icesave málinu.

Þyngsta þrautin verður að fá vinstri stjórn til þess að hætta ríkisafskiptum sínum af hverri athöfn mannsins.  Ríkisstjórnin vill svo gjarnan eiga við eignir bankanna og ráða örlögum fyrirtækjanna að þetta verður erfiðasta verkefnið, að fá steinbítinn til þess að sleppa biti sínu, sem hann gerir aldrei. Því verður að skera hann lausan.


mbl.is Stefna í að vera yfir 200%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skræfurnar sitja hjá

Skræfurnar munu eflaust sitja hjá við atkvæðagreiðslur um þjóðaratkvæði vegna aðildarviðræðna við ESB. Þær geta aldrei stigið almennilega í annan fótinn og fara því hvergi. Loksins þegar þær koma út úr ESB- skápnum, þá er það orðið of seint, samningaviðræður án almennilegs umboðs hafnar við ESB sem skila engu.

 

Skræfur þessar tefja almennilegt flokksstarf hjá Sjálfstæðisflokki og Vinstri Grænum, þar sem 80% hrein andstaða er við ESB- aðild í báðum flokkum. Framsókn þarf líka að eiga við þetta, en þar er líklega ESB prósentan hærri.

 

Heimtið að þingmenn „ykkar“ taki afstöðu, hver fyrir sig, með eða á móti. Skræfurnar sitja hjá og láta aðra um að standa í eldlínunni.

 

 


mbl.is Vonast til að ESB-mál verði leitt til lykta á Alþingi í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágæti Vinstri- græn kjósandi!

vinstri_graen_merki_876979.pngKaust þú ESB í vor? Kaust þú Icesave ofurskuldbindingu kynslóðanna? Kaust þú að „verða að“ gera þetta og hitt ógeðfellt  vegna pólitískra hrossakaupa? Kaust þú bara Steingrím J. en ekki Guðfríði Lilju, Atla, Ögmund frænda minn og öll hin?

Ég spyr af því að ég hlýt að hafa misskilið eitthvað herfilega, þar sem ég hef fylgst mjög vel með fréttum og bloggum sl. tvö og hálft ár.


mbl.is Enginn barinn til ásta á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti

Við höfum nú öll fengið að sjá hvernig fulltrúar þjóðarinnar hafa farið með samningsmarkmiðin í Icesave. Ef þeir fá álíka opið samningsumboð til ESB- samningsumleitana án þess að þjóðin fái að segja álit sitt á því, þá er sami gapuxahátturinn endurtekinn, samningsdrög dregin upp sem eru langt frá vilja fólksins og okkur síðan sagt að niðurstaðan sé eina lausnin, búið að mála okkur gersamlega út í horn.

Opinn tekkiMargumrætt álit ESB þjóða á Íslandi fer síðan veg allrar veraldar þegar þjóðaratkvæðagreiðslan eðlilega kolfellir samkomulag sendinefndarinnar. Í stað þessara forkastanlegu vinnubragða er eðlilegt að við segjum álit okkar á þessu máli beint í þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki háð öllum öðrum málum sem tengjast mismikið flokkapólitík í hverjum stjórnmálaflokki, enda ekki eining innan neins þeirra um ESB- málin nema innan  Samfylkingar. Sjálfsagt er andstaðan við lýðræðislegan framgang þessara ESB- mála þessvegna mest hjá þeim flokki, en þjóðin öll á ekki að þurfa að líða fyrir það frekar en síðasta ævintýri utanríkisráðherra þeirra, kosningaslaginn um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að ESB er eina raunhæfa lausnin á því hvort rétt sé að halda í þá ögurátt eða að halda sig heima og leysa sín mál í ró og spekt. Ekkert okkar vill sjá Icesave2 í öðru veldi gegn ESB. Tími hinna opnu tékkahefta ríkisins á að vera liðinn.


mbl.is Rætt um ESB á Alþingi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð um ESB- Svía

Davíð Oddsson mælir manna heilastur í merku viðtali Agnesar Bragadóttur blaðakonu við hann sem birtist í Mbl. á bls. 12-14 í dag. Meðal margra gullkorna er þetta um Svía vegna Icesave og ESB:

David MBL 05072009 Omar„Svíar hafa gengið fram í þessum málum með algjörlega forkastanlegum hætti. Þeir hafa algjörlega tekið afstöðu með Evrópusambandsþjóðunum, Bretum, Hollendingum og Þjóðverjum, gegn Íslendingum og hagsmunum þeirra. Norðmenn og Danir hafa óviljugir gengið með. Ef almenningur í Noregi og Danmörku vissi að það er verið að misnota svokallaða vináttu okkar með þeim hætti að skuldbinda okkur til þess að taka á okkur skuldabyrðar sem við getum alls ekki risið undir, gegn því að fá lán frá þessum löndum, þá yrði mjög mikil reiði almennings í þessum löndum í garð eigin stjórnvalda og að sama skapi samúð með okkur. Nú er reyndar komið fram í fréttum, að Norðmenn segja að þeir sem haldi því fram að lánveitingar Norðmanna til Íslendinga séu tengdar lausn á Icesave-deilunni, fari með ósannindi. Svo eru einhverjir kjánar hér að segja að við eigum endilega að reyna að komast inn í Evrópusambandið á meðan Svíar eru þar í forsvari. Svíar hafa reynst okkur fjandsamlegastir af öllum í þessu Icesave-máli, þannig að með miklum ólíkindum er og ég held að við ættum að sækja sem minnst til þeirra.“

 

Eftir Icesave- þvingun vinstri stjórnarinnar næstu daga kemur síðan næsta þvingunarbylgja á þingi, umræður um ESB- viðræður. Eltingarleikurinn við Svía er hlálegur, sbr. að ofan, en einnig af því að klíkukerfi ESB opinberast þar. Hverju máli á að skipta hvort Suður- Evrópsk þjóð er í forsvari eða norræn? Gætir ekki þessa sama fræga jafnræðis alltaf hjá ESB? Allir eiga vera svo óskaplega jafnir, en þegar norrænir „bandamenn“ okkar eru í forsvari, þá á Íslandi að ganga betur. Gengur okkur þá ekki verr eftir þann stutta tíma?


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt sem þú þarft að lesa er komið fram

Afsal réttar Íslands í Icesave er nægt lestrarefni fyrir flesta.  En þessar tvær greinar hér vekja mann enn frekar til umhugsunar. Önnur er um það hvernig Bretar geta takmarkalaust nýtt sér ýmiss úrræði að eigin geðþótta og án þess að gefa upp ástæðu (feitletranir ÍP):

„15.2 Úrræði“

.....government_de_robespierre.png

 „Hver þau réttindi eða heimild, sem lánveitanda er heimilt að nýta sér samkvæmt samningi þessum eða ákvörðun sem lánveitanda er heimilt að taka (þ.m.t., án takmarkana, aðgerð, málefni eða atriði sem lánveitandi samþykkir, tilgreinir, ákvarðar, ákveður eða tilkynnir Tryggingarsjóði innstæðueigenda og/eða íslenska ríkinu), má lánveitandi nýta sér eða grípa til, algjörlega og án nokkurra takmarkana, að eigin geðþótta á hverjum tíma og er ekki skuldbundinn til að gefa ástæður fyrir því.“

 

Hin er þessi fræga „endurskoðunar“ klausa sem á að koma okkur svo vel ef IMF líst ekki á skuldaþol okkar miðað við nóv. 2008, en IMF hefur einmitt sagt núna að aðstæður séu mun verri en þeir höfðu upplýsingar um á þeim tíma:

 

„16. BREYTTAR AÐSTÆÐUR

16.1 Þegar breytingar verða á aðstæðum

Þessi grein (16. gr.) á við sýni nýjasta IV. greinar úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu Íslands að skuldaþoli þess hafi hrakað til muna miðað við slíkt mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 19. nóvember 2008.

 

16.2 Fundur til að fjalla um breyttar aðstæður

Lánveitandi fellst á að, ef aðstæður samkvæmt þessari grein (16. gr.) koma upp og íslenska ríkið óskar eftir því, verði efnt til fundar og staðan rædd og íhugað hvort, og þá hvernig, breyta skuli samningi þessum til að hann endurspegli þá breytingu.“

 

Hvílíkur munur að hafa þessa grein inni! Steingrímur J. og Jóhanna hafa margítrekað mikilvægi þessarar einstöku greinar, sem enginn hefur fengið nema Ísland. Enda dytti engum öðrum í hug að setja svona tilgangslausa grein inn, án allrar skuldbindingar lánveitanda, nema til þess að nota til fegrunar í pólítískum tilgangi hvors aðila fyrir sig.

Á sjötta bankadegi eftir greiðslufall Íslands í samningnum, þá mega Bretar gjaldfella alla skuldina með vöxtum, amk. 700 milljarða króna. Hvernig samningsaðstöðu heldur fólk þá að Ísland sé komið í á þeim tíma? Alls enga, einungis þá að benda á eignir.

 

Nauðungarkostur skv. Íslenskri orðabók er:„Harður kostur sem einhverjum er þröngvað til að sæta“. Steingrímur J. hefur nú staðfest (ólíkt fyrri yfirlýsingum) að ESB, Skandinavía og  IMF hafi myndað blokk og þröngvað Íslenskum ráðamönnum til þess að samþykkja það sem í þessu plaggi felst. Það er ekki samningur, heldur kúgun. Af hverju ætti Alþingiað staðfesta yfirlýstan kúgunar- „samning“? Samningur er: „samkomulag, sátt, sáttmáli“. Icesave- plaggið sem liggur fyrir Alþingi er ekkert slíkt. 

Hver sá þingmaður sem situr hjá (lesist: samþykkir) eða staðfestir Icesave- samkomulagið gerir það þvert gegn vilja þjóðarinnar, þar sem 60-70% andstaða er við þá staðfestingu í Gallup- könnun. En þingmaðurinn telur sig kannski vita betur en þjóðin eins og Ingibjörg Sólrún (úps., ég nefndi bannorðið) af því að hann hefur lesið yfir meira af leyniskjölum í sérherbergi. En hann ætti frekar að lesa skýru greinarnar sem þegar hafa komið fram um afsal réttar okkar og það hvernig tekið verður á óumflýjanlegu greiðslufalli íslenska ríkisins.

Samt mun hann staðfesta samninginn, enda skipta óþægilegar staðreyndir engu máli lengur.


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband